Gjöf frá Kiwanisklúbbnum Jörfa í Reykjavík
Sérdeild Suðurlands, Setrið Sunnulækjarskóla fékk nýlega styrk frá Kiwanisklúbbnum Jörfa í Reykjavík. Um er að ræða 250.000 kr. sem nýta á til kaupa á tækjabúnaði og námsgögnum. Kristín Björk Jóhannsdóttir, deildarstjóri, veitti styrknum viðtöku í vikunni og kynnti starfsemina í Setrinu. Við færum félögum í Kiwanisklúbbnum Jörfa okkar bestu þakkir fyrir veglega gjöf.
Heimsókn í SET röraverksmiðju
Stelpurnar í 6. bekk í útinám og leikni heimsóttu SET röraverksmiðju. Elías Örn Einarsson tók á móti hópnum og fór yfir sögu, starfsemi og framleiðslu hjá fyrirtækinu. Við þökkum kærlega fyrir góðar móttökur.
Danmerkurferð 9. bekkjar 2015
Þann 29. september s.l. lagði þessi fríði og föngulegi hópur land undir fót, hið fyrirheitna land var Danmörk. Nemendur eru 9. bekk og eru í samstarfi við Ørum skóla sem er í Djurs-sýslu á Norður Jótlandi. Þau eru þátttakendur í samstarfsverkefni skólanna og hlutu styrk frá Nordplus Junior til verkefnisins. Nemendur dvöldu þar í eina viku og var […]
Fjallabrauð
Stelpurnar í 6. bekk í útinámi og leikni bökuðu fjallabrauð á pönnu. Í útieldun reynist stundum erfitt að tempra hitann og gengur lítið að hækka / lækka hann en þetta er það sem fólk bjó við. Uppskrift af fjallabrauði er að finna hér
Popp og bíó
Strákarnir í 7. bekk í útinámi og leikni gerðu stuttan „trailer“ á Ipadinn í appinu IMovie og poppuðu úti. Hver veit nema þarna séu kvikmyndagerðamenn og leikarar framtíðarinnar !