Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Útinám og leikni heimsækir HP kökugerð

By Hermann | 26. október 2015

Húsnæðið lætur ekki mikið yfir sér en ilmurinn úr HP kökugerð var góður þegar 6. og 7. bekkur í útinámi og leikni mættu til að kynna sér fyrirtækið og starfsemina sem þar er.  Grímur Arnarson og Andrea Ýr dóttir hans  leiddu okkur í gegnum starfsemina og sögu fyrirtækisins. Síðan var boðið upp á kanilsnúðar, kleinur […]

Útinám og leikni heimsækir Bílverk BÁ

By Hermann | 18. október 2015

Strákarnir í 7. bekk í Útinám og leikni heimsóttu Bílverk BÁ  og kynntu sér starfsemi og störf þeirra sem vinna þar. Þar var margt áhugavert að sjá eins myndirnar segja til um. Við þökkum Bílverk BÁ  kærlega fyrir góðar móttökur.

Í dag matreiddu strákarnir sushi

By Hermann | 13. október 2015

… og gleðin skein úr hverju andliti

Pappírsbátarigningin

By Hermann | 9. október 2015

Það er gaman að leika sér í læknum á skólalóðinni á góðum rigningardögum.  4. bekkur í útinámi og leikni gerði sér pappírsbáta og nýttu lækinn sér til skemmtunar. Í læknum eru sker (grjót), grynningar (smásteinar) sem bátarnir þurftu að sigla framhjá. Drengirnir skemmtu sér konunglega eins og sjá má.

Starfalækur heimsækir Ökuskólann

By Hermann | 9. október 2015

Síðast liðinn fimmtudag heimsóttu nemendur í Starfalæk Ökuskólann þar sem Þráinn Elíasson tók á móti þeim og fór yfir helstu atriði varðandi ökunám, umferð og umferðaröryggi. Heimsóknin var bæði fróðleg og áhugaverð. Við þökkum honum kærlega fyrir góðar móttökur.