Afmælisundirbúningur
Þessa dagana hafa allir nemendur og starfsmenn skólans unnið að fjölbreyttum verkefnum tengdum 10 ára afmæli skólans. Afraksturinn verður sýndur á opnum degi skólans, fimmtudaginn 16. október.
Opið hús á afmæli skólans
Í tilefni af 10 ára afmæli Sunnulækjarskóla bjóða nemendur skólans öllum sem möguleika hafa á að koma og skoða skólann og verkefni nemenda milli klukkan 08:30 og 13:00, fimmtudaginn 16. október. Við vonumst til að sjá sem flesta, mömmur, pabba, afa, ömmur, frændur, frænkur og gamla nemendur. Í tilefni af afmælinu er hafin útsending frá […]
Frábær þátttaka á súpufundi
Um 160 manns mættu á fræðslufund í Sunnulækjarskóla í gærkvöldi. Á fundinum fjallaði Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri um skólaþjónustu Árborgar og að því loknu fjallaði Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við Háskóla Íslands um vináttu barna og unglinga. Fundurinn var afar vel heppnaður og erindin áhugaverð og skemmtileg. Við þökkum góða mætingu.