Sunnulækjarskóli á verðlaunapall
Í gær tók Sunnulækjarskóli þátt í skólahreysti í fimmta sinn. Okkur hefur aldrei gengið eins vel og nú náði lið skólans besta árangri hingað til og hreppti 3. sæti í Suðurlandsriðlinum. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og voru sér og skólanum til mikils sóma. Sama er að segja um hið frábæra stuðningslið sem fylgdi liðinu. Liðið skipuðu […]
Vetrarfrí 20. og 21. mars
Vetrarfrí verður í Sunnulækjarskóla fimmtudag og föstudag í þessari viku, 20. og 21. mars.Allar deildir skólans, þar með talið skólavsitun og skrifstofa eru lokaðar í vetrarfríi.Skóli hefst að nýju samkvæmt stundaskrá mánudaginn 24. mars.
Alltaf eitthvað óvænt og skemmtilegt
Í stórum skóla gerast margir skemmtilegir hlutir dag hvern. Í dag var alveg sérstaklega skemmtilegt þegar nemendi í 2. bekk, Oliver Jan, bauð skólasystkinum sínum upp á óvænta básúnutónleika. Við þökkum Oliver fyrir hans framlag til að gera skólann okkar skemmtilegan.
Ferð 9. og 10. bekkja á Íslandsmót iðn- og verkgreina
Fimmtudaginn 6. mars s.l. fóru allir nemendur 9. og 10. bekkja í grunnskólum Árborgar á Íslandsmót iðn- og verkgreina sem haldið var í Kórnum í Kópavogi. Þar var margt um manninn og margt áhugavert að sjá og skoða. Flestir framhaldsskólar á landinu voru með kynningarbása og kynntu námsframboð sitt. Ekki var hægt að sjá annað […]
Íslandsmót iðn- og verkgreina
Dagana 6. – 8. mars fer fram Íslandsmót iðn- og verkgreina í Kórnum í Kópavogi. Íslandsmótinu er fyrst og fremst ætlað að kynna iðn- og verkgreinar fyrir ungu fólki og vekja athygli á þeim tækifærum sem felast í námi og störfum í iðngreinum. Keppt verður í 23 greinum og því margt að skoða. Auk keppninnar […]