Stofujól og jólafrí

Kæru foreldrar og forráðamenn

 

Senn líður að jólum og nú eru aðeins nokkrir dagar til Litlu jóla. Þrátt fyrir ýmsar hömlur er orðið mjög jólalegt hér í Sunnulækjarskóla.

Litlu jólin í Sunnulækjarskóla verða með nokkuð öðru sniði í ár og takmarkast við stofujól þar sem nemendur hvers umsjónarhóps munu eiga notalega jólastund með kennaranum sínum föstudaginn 18. desember. Við munum þrískipta stofujólastundinni þannig að hvert stig skólans, yngsta, mið- og elsta stig mæta hvert á sínum tíma.

Yngsta stig mætir kl. 8:30, miðstig kl. 9:45 og elsta stig kl. 11:00

Þennan dag mæta börnin einungis á stofujólin sem munu taka um 60 mínútur.

Eins og ávallt munu nemendur 4. bekkjar flytja helgidagskrá sem að þessu sinni hefur verið tekin upp á mynd sem verður sýnd í hverjum hópi á stofujólunum. Æfingar og upptökur hafa staðið yfir undanfarna daga og hlökkum við öll til að sjá árangurinn. Á stofujólum verður jólasúkkulaði, flatkökur og fleira góðgæti borið fram.

Frístundaheimilið Hólar verður opið frá kl. 8:00 til 16:30 þennan dag og verður þeim börnum sem þar dvelja fylgt á stofujól á réttum tíma. Þau börn sem fara á frístundaheimilið eftir skemmtun munu borða í skólanum.

Byrjum aftur 5. janúar 2020

Skólahald Sunnulækjarskóla mun svo hefjast að nýju þriðjudaginn 5. janúar. Þar sem gildistími núgildandi takmarkana á skólahaldi er til 31. desember 2020 og ekki búið að tilkynna hvaða takmarkanir munu taka við frá ármótum vitum við ekki enn hvernig skólastarfi verður háttað þann dag.

Ég vil fyrir hönd starfsfólks Sunnulækjarskóla þakka fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og þann hlýhug sem skólinn hefur notið um leið og ég óska öllum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Bestu kveðjur,
Birgir Edwald,
skólastjóri