Stóra upplestarkeppnin


Búið er að velja lið Sunnulækjarskóla til að keppa í úrslitum milli skólanna í Árborg og Hveragerði í Stóru upplestrarkeppninni.

S.l. mánudag var keppt í undanúrslitum innan hvers bekkjar og í morgun var svo keppt í skólaúrslitum. 
Dómnefndin átti afar erfitt verk að velja fjóra fulltrúa úr stórum hópi hæfra upplesarar til að keppa fyrir skólans hönd þann 15. mars n.k.  Velja þurfti í þriggja manna lið og einn til vara.

Þeir sem hlutu útnefningu voru Harpa Sólveig, Ragnheiður Katrín, Freydís Ösp og Bettý Freyja.