Góðar gjafir

Í dag kom Kvenfélag Selfoss í heimsókn til okkar í Sunnulækjarskóla færandi hendi. 

Kvenfélag Selfoss leggur sig fram um að styðja við menningar- mennta- og mannúðarmál af öllu tagi. 
Í dag komu Guðrún Þóranna, formaður og Kristín, gjaldkeri í skólann til okkar og færðu okkur þroskandi spil fyrir nemendur skólans.  Svo skemmtilega vill til að félagið á afmæli í dag og er 62 ára.

Um leið og við þökkum Kvenfélagi Selfoss fyrir góðar gjafir óskum við þeim til hamingju með daginn.