Stóra upplestrarkeppnin á Suðurlandi


Stóra upplestrarkeppnin á Suðurlandi var haldin í Grunnskólanum í Hveragerði s.l. mánudag.

Keppendur Sunnulækjarskóla voru Arndís Hildur Tyrfingsdóttir, Guðbjörg Ósk Ómarsdóttir, Ólöf Eir Jónsdóttir og var Þorkell Ingi Sigurðsson tilbúinn sem varamaður.  Liðið stóð sig frábærlega þó ekki næðum við verðlaunasæti þetta árið.  Öll verðlaunin féllu í skaut keppenda Vallaskóla og óskum við þeim til hamingju með frábæra frammistöðu.

Auk keppendanna kom Freydís Ösp Leifsdóttir, sigurvegari frá fyrra ári, fram og kynnti rithöfund keppninnar sem að þessu sinni var Gunnar M Magnúss.