Sumarlestur í Sunnulækjarskóla

Líkt og í fyrrasumar mun skólasafn Sunnulækjarskóla efna til lestrarátaks í sumarfríinu. Markmið sumarlesturs er að viðhalda lestrarhæfni nemenda og örva lestrarvenjur þeirra. Stuðla þarf með öllum ráðum að yndislestri barna og auka áhuga þeirra á lestri sér til skemmtunar því hætta er á að lestrarfærnin dali ef hún er ekki þjálfuð yfir sumartímann. Átakið gengur út á að allir nemendur sem lesa að minnsta kosti eina bók í sumarfríinu skili inn sumarlestrarmiða á bókasafnið í upphafi haustannar. Úr þessum miðum verða svo dregnir vinningshafar. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að styðja við átakið heimavið, enda er þróun læsis barna langtímaferli og góður lesskilningur undirstaða námsárangurs hvers og eins.

Mjólkursamsalan, Pylsuvagninn, Krisp restaurant, Skalli – Selfossi, Bókaútgáfan Sæmundur og Bókakaffið hafa lagt okkur lið með því að styrkja lestrarátakið veglega með vinningum og færum við þeim bestu þakkir fyrir.

Vinningar:
Í september verða síðan dregnir út vinningar fyrir þá sem tóku þátt í sumarlestrinum.
Verðlaunin verða Klóahúfa, Klóahandklæði, kókómjólk, bækur frá bókaútgáfunni Sæmundi, inneign í Bókakaffinu, gjafabréf í Pylsuvagninn, ís á Skalla- Selfossi og gjafabréf á veitingastaðinn Krisp.

Miðum verður dreift í skólanum. Það er þó ekki hægt að skila inn fleiri en einum miða á nemenda.

Í pdf viðhenginu er bréfið í heild sinni.