Syndum saman

Í nóvember stóð Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, í samstarfi við Sundsamband Íslands, fyrir Landsátaki í sundi. Vikan 20.-24.nóvember var tileinkuð grunnskólum landsins þar sem íþróttakennarar voru hvattir til að skrá skólann til þátttöku og hvetja börnin til að synda, (táknrænt ) til Parísar í tilefni af Ólympíuleikunum sem fara þar fram 2024.

Við í Sunnulækjarskóla skráðum okkur að sjálfsögðu til  leiks og náðu allir bekkir hjá okkur að synda nema 10.bekkur.  Hvert barn synti 200/300/400m eftir aldri og hjálpuðu til við að synda til Parísar. Samtals voru syntir 139.050km.