Tarzan og kertasund

Í desember var íþrótta- og sundkennslan brotin upp. Aðra vikuna í desember var tarzanleikur í íþróttasalnum þar sem að nánast öllum áhöldum var rutt út á gólf og búin til stór þrautarhringur með mörgum leiðum sem krakkarnir fengu að spreyta sig á í íþróttatímunum sínum. Í vikunni þar á eftir var kertasund en þá var slökkt á ljósum og nemendur syntu/gengu yfir laugina með logandi kertaljós í höndunum. Nemendur skemmtu sér vel en ávallt skapast góð stemming með þessum hefðum og tilhlökkun hjá nemendum mikil.