Team Spark kynning

Í febrúar fengu nemendur í 10. bekk kynningu á  verkfræði og Team Spark verkefni Háskóla Íslands. Nemar úr verkfræði, Emma og Jakob kynntu verkefnið en þau eru hluti af rúmlega 30 nemendum  sem koma að smíði og hönnun Team Spark bílsins (www.teamspark.is).

Nemendurnir koma úr ýmsum greinum svo sem vélaverkfræði, iðnaðarverkfræði, rafmagns- og tölvuverkfræði, viðskiptafræði og einnig nemendur úr vöruhönnun við Listaháskóla Íslands sem koma að hönnun á útliti bílsins sjálfs. Team Spark liðið keppir í hinni alþjóðlegu kappaksturs- og hönnunarkeppni Formula Student sem haldin er árlega á Silverstone-keppnisbrautinni í Bretland.

Þetta var áhugaverð og skemmtileg kynning og að heimsókn lokinni voru nemendur fróðari um fjölbreytileika verkfræðinnar og þeim möguleikum sem hún býður upp á.