Góðgerðardagar í Sunnulækjarskóla
Föstudaginn 25. nóvember verður mikið um að vera í Sunnulækjarskóla. Nemendur og starfsmenn skólans ákváðu að nota fyrirhugaða þemadaga til að efna til góðgerðardaga í Sunnulækjarskóla.
Því munu nemendur láta hendur standa fram úr ermum og hefja framleiðslu á ýmsum söluvarningi dagana 23. og 24. nóvember sem verður svo til sölu á markaðstorgi í Fjallasal skólans föstudaginn 25. nóvember milli klukkan 11 og 13.
Þá munu nemendur einnig reka kaffihús á staðnum þar sem margs konar góðgæti úr smiðju nemenda verður á boðstólum.
Við hvetjum alla sem geta komið því við að koma í skólann milli kl. 11 og 13, setjast niður á kaffihúsi nemenda og kaupa sér hressingu milli þess sem gengið er milli sölubása þar sem ýmiss varningur sem nemendur hafa framleitt dagana á undan, er til sölu. Gestir eru beðnir um að hafa með sér reiðufé því engir posar eru á staðnum.
Öllum ágóða af sölunni verður varið til að styrkja gott málefni í sveitarfélaginu okkar.
Hlökkum til að sjá ykkur öll.
Nemendur og starfsfólk Sunnulækjarskóla.