Þemadagar og vetrarfrí

Miðvikudag, 24. og fimmtudag, 25. október eru þemadagar í Sunnulækjarskóla.  Yfirskrift þemadaganna er “Gullin í grenndinni”.

Nemendur munu vinna að ýmsum verkefnum sem öll eru tengd nærumhverfi okkar með skírskotun í sögu, menningu, tómstundastarf,  náttúru eða atvinnu.

Skólalok verða sem hér segir báða dagana:
1. – 4. bekkur: kennslu lýkur samkvæmt stundaskrá, engin breyting.
5. – 7. bekkur: kennslu lýkur kl 13:00
8. – 10. bekkur: kennslu lýkur kl 12:40 (matartími til 13:10)

Föstudaginn 26. og mánudaginn 29. október er vetrarfrí í skólanum en skólastarf hefst að nýju samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 30. október.