Útinám í stærðfræði

Undanfarið hefur 5. bekkur farið í útistærðfræði í hverri viku. Nemendur fást þá við verkefni sem tengjast markmiðum í stærðfræði hverju sinni og í takt við viðfangsefnin í námsbókunum.  Þeir láta veður ekkert stoppa sig og hafa gaman af að takast á við verkefnin.  Í dag var unnið með negatívar tölur og lærðu nemendur með því að fara í keilu og leggja saman og draga frá stigin sem þeir fengu. 

Á meðfylgjandi myndum sést vel hve áhugasamir nemendur eru við námið þegar það er unnið með svo hlutbundnum hætti.

543 546 547 548