Vinavika – Sameinast í kringum skólann

Hér má sjá eitt af verkefnunum sem unnin voru í tengslum við vinavikuna sem er að líða hjá okkur í Sunnulækjarskóla. Nemendur og starfsfólk skólans mynduðu hring um skólann sem er til merkis um samstöðu allra sem að skólanum standa. Óskar Björnsson tók myndir fyrir okkur af verkefninu og þökkum við honum fyrir sitt framlag.