Safna upplýsingum um hjólreiðanotkun skólabarna

Í vetur hefur Sunnulækjarskóli tekið þátt í áhugaverðu verkefni í samstarfi við Landssamtök hjólreiðamanna. Markmiðið með verkefninu er að safna upplýsingum um hjólreiðar barna í skólum um land allt yfir eitt skólaár hið minnsta. Einnig að kanna aðstöðu fyrir börn til hjólreiða og áhrif veðurs og færðar á hjólreiðar barna í grunn- og framhaldsskólum.

Sara Ægisdóttir, Sara Líf Ármannsdóttir og Aþena Sól Ármannsdóttir hafa fóstrað verkefnið í samstarfi við stærðfræðikennara  (Dýrfinnu/Önnu Valgerði). Einu sinni í mánuði fara þær út og telja öll hjól í kringum skólann. Í upphafi vetrar töldu þær líka allar hjólagrindur fyrir utan skólann. Þær stöllur sjá síðan um að senda upplýsingarnar til Landssamtaka hjólreiðamanna.