Vordagar í Sunnulækjarskóla

Vordagar í Sunnulækjarskóla

Kæru foreldrar og forráðamenn

Nú líður að vori og skipulag vordaganna okkar að taka á sig mynd.  Námsmat er í fullum gangi, kennarar að leggja mat á vinnu nemenda og nemendur að leggja sig fram um að vinna ýmiss konar matsverkefni.  Í unglingadeildinni verða sérstakir prófdagar þar sem nemendur mæta til skóla í próftöku og mega fara heim að loknu prófi. Próftöflur vegna þeirra daga hafa þegar verið afhentar og verða aðgengilegar á vef skólans.

Starfsdagur

Mánudaginn 2. júní er starfsdagur vegna frágangs námsmats og nemendur mæta því ekki í skólann. Skólavist er opin fyrir þau börn sem þar eru skráð en skrá þarf börn sérstaklega þennan dag.

Vordagar

Dagana 4. og 5. júní ætlum við að hafa sérstaka vordaga í Sunnulækjarskóla.  Fyrri dagurinn er skipulagður sem sérstakur bekkja- eða árgangadagur þar sem kennarar skipuleggja,  göngu- eða hjólaferðir, gróðursetningu eða annað álíka. 

Seinni daginn, 5. júní, verður “Litríki vordagurinn” endurtekinn.  Sá dagur einkennist af samvinnu alls skólasamfélagsins, nemenda, starfsmanna og foreldra.  Við óskum sérstaklega eftir þátttöku foreldra þennan dag og biðjum þá að mæta með börnum sínum og taka þátt í deginum.  Megin atriði þessa dags er 500 manna skrúðganga um nágrenni skólans sem leggur af stað frá skólanum kl. 8:50 um morguninn og síðan leikir og skemmtun eftir frímínútur og endað með grilluðum pylsum í hádeginu.

Útskrift 10. bekkjar

Útskrift 10. bekkinga verður fimmtudaginn 5. júní, kl. 17:00.  Foreldrum útskriftarnema verða sendar frekari upplýsingar varðandi útskriftina í öðru bréfi.

Við hvetjum foreldra til að koma með börnum sínum á útskriftina.

Skólaslit

Skólaslit verða föstudaginn 6. júní.  Athöfnin verður í tvennu lagi:

1. – 4. bekkur mætir kl. 9:00

5. – 9. bekkur mætir kl. 10:00

 

Við hvetjum foreldra til að koma með börnum sínum á skólaslitin.