Hermann

Danssýning í Sunnulækjarskóla

Í dag héldu nemendur 1. til 4. bekkjar veglega danssýningu í Fjallasal Sunnulækjarskóla.  Foreldrum var boðið að koma og fylgjast með sýningunni.  Mæting foreldra var frábær og fylltu þeir hliðarsali, svalir og Skólabrú eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.  Börnin stóðu sig frábærlega og ánægja skein úr hverju andliti hvort sem dansað var Súperman, […]

Danssýning í Sunnulækjarskóla Lesa Meira>>

Hjólaferð útivistarhóps

Þann 22. maí sl. fór útivistar hópur úr 9.-10. bekk Sunnulækjarskóla í hjólaferð alla leið til Hveragerðis. Gekk ferðin mjög vel og tók um 1 ½ klst. og allir skemmtu sér konunglega. Við hjóluðum með nokkrum stoppum og kíktum svo í Kjörís að lokinni ferðinni. Mikið hefði nú verið gott ef hjólastígur lægi meðfram Þjóðvegi

Hjólaferð útivistarhóps Lesa Meira>>

Laus störf

Sunnulækjarskóli Við Sunnulækjarskóla á Selfossi vantar kennara og þroskaþjálfa til starfa skólaárið 2013 -14 Meðal kennslugreina er íslenska, stærðfræði og enska á mið- og elsta stigi og tónmennt á yngsta og miðstigi.  Þá vantar sérkennara og þroskaþjálfa til starfa. Umsækjandi um kennarastarf þarf að hafa kennsluréttindi, góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum.  Reynsla

Laus störf Lesa Meira>>

Hjóla- og klifurferð við Ingólfsfjall

Nemendur í 8. bekk í íþróttavali Sunnnulækjarskóla enduðu valáfangann á hjóla- og klifurferð við Ingólfsfjall þriðjudaginn 14. maí. Vaskur hópur barna, ásamt kennara, lagði af stað hjólandi að björgunum við Ingólfsfjall á móts við Laugabakka. Mótvindurinn var fremur mikill á leiðinni svo sumum leist ekki á blikuna að komast alla leið en allir komust nú á áfangastað.

Hjóla- og klifurferð við Ingólfsfjall Lesa Meira>>

Hjálma á alla kolla

Í dag fengu nemendur í 1. bekk góða gesti.  Það voru Hjörtur Þórarinsson og Guðjón Jónsson sem komu færandi hendi.  Þeir færðu öllum nemendum 1. bekkjar reiðhjólahjálma að gjöf.  Gjöfin er sameiginlegt átak Kiwanis og Eimskips.  Við þökkum kærlega fyrir hjálmana.      

Hjálma á alla kolla Lesa Meira>>

Pétur Már, nemandi Sunnulækjarskóla, sigraði skólaþríþraut FRÍ

  Undankeppni í skólaþríþraut fór fram í íþróttatímum hjá 6. og 7. bekk Sunnulækjarskóla þar sem mældur var árangur í kúluvarpi, hástökki og 100 m spretthlaupi og voru það heildarstigin úr þrautunum þremur sem gilti. 16  krakkar af hvoru kyni og í hvorum árgangi um land allt voru svo valin til keppni í úrslitakeppninni og voru

Pétur Már, nemandi Sunnulækjarskóla, sigraði skólaþríþraut FRÍ Lesa Meira>>

Innritun í grunnskóla skólaárið 2013−2014

Innritun í grunnskóla skólaárið 2013−2014 Innritun barna sem eru fædd árið 2007 og eiga að hefja skólagöngu haustið 2013 fer fram 8.−18. mars næstkomandi. Hægt er að innrita rafrænt á Mín Árborg eða á eyðublöðum sem hægt er að fá á heimasíðum grunnskólanna og í Ráðhúsinu. Þeim umsóknum á að skila í viðkomandi skóla. Grunnskólar

Innritun í grunnskóla skólaárið 2013−2014 Lesa Meira>>

Fyrirlestur fyrir 8. bekk um tölvufíkn

Fyrirlestur um tölvufíkn Hluti af forvaranaráætlun sveitarfélagsins er að upplýsa nemendur, foreldra og starfsfólk um tölvufíkn og þær hættur sem steðja að ungmennum tengdum ofnotkun á tölvuleikjum og samfélagsmiðlum. Af því tilefni er nemendum í 8. bekk og foreldrum þeirra boðið á fyrirlestur Þorsteins Kristjáns Jóhannssonar um tölvufíkn. Fyrirlesturinn verður á skólatíma og er von

Fyrirlestur fyrir 8. bekk um tölvufíkn Lesa Meira>>

Hljóðfærakynning í 1. bekk Sunnulækjarskóla

Föstudaginn 5. apríl var hljóðfærakynning í 1.bekk þar sem nemendur, foreldrar og starfsfólk kynntu ýmis hljóðfæri. Á kynningunni voru mjög fjölbreytt hljóðfæri svo sem strengjahljóðfæri, blásturshljóðfæri, ásláttarhljóðfæri og hristur. Kynningin tókst vel í alla staði og sumir voru staðráðnir í að læra á svona hljóðfæri í framtíðinni.      

Hljóðfærakynning í 1. bekk Sunnulækjarskóla Lesa Meira>>