Ferð 9. og 10. bekkja á Íslandsmót iðn- og verkgreina

Fimmtudaginn 6. mars s.l. fóru allir nemendur 9. og 10. bekkja í grunnskólum Árborgar á Íslandsmót iðn- og verkgreina sem haldið var í Kórnum í Kópavogi. Þar var margt um manninn og margt áhugavert að sjá og skoða. Flestir framhaldsskólar á landinu voru með kynningarbása og kynntu námsframboð sitt.  Ekki var hægt að sjá annað en að nemendum líkaði það sem fyrir augun bar og komu kennarar jafnt sem nemendur fróðari heim.