Foreldradagar 2. og 3. nóvember

Mánudaginn 2. nóvember og þriðjudaginn 3. nóvember verða starfsdagur og foreldradagur í Sunnulækjarskóla samkvæmt skóladagatali.

Þá fellur öll kennsla niður en umsjónarkennarar verða með fastan viðtalstíma fyrir foreldra og nemendur. Í ljósi aðstæðna er ekki ráðlegt að fá stóran hóp foreldra/forráðamanna inn í skólann og því verða viðtölin með breyttu sniði í ár.

Viðtölin fara því fram rafrænt í gegnum forritið Teams. Hægt verður að nota tölvu, spjaldtölvu eða síma. Ekki er nauðsynlegt að hlaða niður forritinu til að tengjast fundinum. Ýtarlegar leiðbeiningar hafa þegar verið sendar foreldrum í tölvupósti.