Iðunn og eplin

Nemendur í 2. bekk hafa verið að kynna sér goðafræðina.  Þeir unnu verkefni í tengslum við söguna um Iðunni og eplin.  Að verkefninu loknu héldu þau kynningu fyrir skólastjórnendur þar sem sagan var sögð á myndrænan hátt og spjöldum haldið á lofti.  Allir stóðu sig vel og voru ánægðir að sýningu lokinni.