Lokakeppnin í Sunnulækjarskóla fyrir Stóru upplestrarkeppnina

 

Lokakeppni Sunnulækjarskóla fyrir Stóru upplestrarkeppnina var í gær. Þá völdum við þrjá fulltrúa sem koma til með að keppa fyrir okkar hönd á lokahátíðinni í næstu viku og einn varamann.
Okkar fulltrúar verða; Bergdís Bergsdóttir, Drífa Björt Ólafsdóttir, Lilja Dögg Erlingsdóttir og til vara verður Alma Rún Franzdóttir.
Þetta var erfitt val fyrir dómnefndina því krakkarnir eru öll ótrúlega flottir og góðir lesarar.