Fréttasafn
Fréttir frá Sunnulækjarskóla
Bókaverðlaun barnanna 2011
Nöfn þriggja nemenda sem tóku þátt í vali á vinsælustu bókinni 2011 voru dregin út úr þátttökumiðum sem söfnuðust saman hér á bókasafninu.
Sigríður Matthíasdóttir kom frá Bókasafni Árborgar og afhenti þeim bókaverðlaun fyrir þátttökuna.
Fræðslufundur um tölvufíkn
Er barnið þitt flutt að heiman og inn til tölvunnar!
Foreldrafræðsla um tölvufíkn – opinn fundur í Fjallasal í Sunnulækjarskóla mánudaginn 9. maí kl. 19.30-20.45. – Molasopi í hléi.
Hjálmar á alla í 1. bekk
Kiwanisklúbburinn Búrfell kom og færði öllum 1. bekkingum skólans reiðhjólahjálma að gjöf. Þetta er í 15. sinn sem Kiwanisklúbburinn stendur fyrir slíku verkefni. Eimskip hf. stendur að öllum kostnaði og sér um innflutning hjámanna.
Við þökkum kiwanisklúbbnum Búrfelli og Eimskip góða gjöf.
Valblöð komin á vefinn
Valblöð og upplýsingar um val í 8. -10. bekk næsta vetur má finna undir: Upplýsingar | Val í 8. – 10. bekk
Lesa Meira >>Vorskóli fyrir nýnema
Undanfarna þrjá skóladaga hafa væntanlegir nýnemar við Sunnulækjarskóla verið að kynna sér skólann.
Föstudaginn 8. apríl komu þeir og hittu skólastjórnendur og skoðuðu húsakynnin og aðstöðuna sem þeim verður búin. Mánudag og þriðjudag komu þeir svo og hittu kennara og unnu ýmis verkefni sem tengjast væntanlegri skólagöngu næsta haust.
Við bjóðum nýnemana velkomna í Sunnulækjarskóla.
Stærðfræðikeppni grunnskóla á Suðurlandi
Verðlaunaafhending í Stærðfræðikeppni grunnskóla á Suðurlandi fór fram föstudaginn 25. mars sl. á Skólaskrifstofu Suðurlands.
Sjö keppendur tóku þátt fyrir hönd Sunnulækjarskóla og náið einn af fulltrúum 9. bekkjar verðlaunasæti.
Það var Guðbjörg Hrönn Tyrfingsdóttir sem hreppti 2. sætið í flokki níundu bekkinga.
Við óskum Guðbjörgu til hamingju með árangurinn.
Lesa Meira >>
Árshátíðir í Sunnulæk
Núna hafa allir árgangar haldið sína árshátíð. Nemendur hafa staðið sig frábærlega og gestir skemmt sér vel.
Allir nemendur voru sjálfum sér og fjölskyldu til sóma. Við þökkum foreldrum fyrir þeirra liðsinni.
Minnum á vetrarfríið 21.-22. mars.
Stóra upplestrarkeppnin á Suðurlandi
Stóra upplestrarkeppnin á Suðurlandi var haldin í Grunnskólanum í Hveragerði s.l. mánudag.
Keppendur Sunnulækjarskóla voru Arndís Hildur Tyrfingsdóttir, Guðbjörg Ósk Ómarsdóttir, Ólöf Eir Jónsdóttir og var Þorkell Ingi Sigurðsson tilbúinn sem varamaður. Liðið stóð sig frábærlega þó ekki næðum við verðlaunasæti þetta árið. Öll verðlaunin féllu í skaut keppenda Vallaskóla og óskum við þeim til hamingju með frábæra frammistöðu.
Auk keppendanna kom Freydís Ösp Leifsdóttir, sigurvegari frá fyrra ári, fram og kynnti rithöfund keppninnar sem að þessu sinni var Gunnar M Magnúss.
Lesa Meira >>
Vettvangsferð í Jarðskjálftamiðstöð Háskóla Íslands
Fimmtudaginn, 10. mars fóru nemendur í 7. RG í vettvangsferð ásamt Ragnheiði umsjónarkennara og Hauki kennaranema í Jarðskjálftamiðstöð Háskóla Íslands.
Öskudagur í Sunnulæk
Það var mikið fjör í Sunnulækjarskóla í dag. Nemendur og starfsfólk mættu í búningum af ýmsum toga.
Lesa Meira >>Öskudagur
Miðvikudag 9. mars, öskudag, verður skólahald sem hér segir;
Skóli hefst kl 8:10 þennan dag eins og venjulega en lýkur fyrr hjá sumum.
Lesa Meira >>