Fréttasafn

Fréttir frá Sunnulækjarskóla

Árshátíðir í Sunnulæk

18. mars 2011

Núna hafa allir árgangar haldið sína árshátíð.  Nemendur hafa staðið sig frábærlega og gestir skemmt sér vel. 
Allir nemendur voru sjálfum sér og fjölskyldu til sóma.  Við þökkum foreldrum fyrir þeirra liðsinni.

Minnum á vetrarfríið 21.-22. mars.

Lesa Meira >>

Stóra upplestrarkeppnin á Suðurlandi

16. mars 2011


Stóra upplestrarkeppnin á Suðurlandi var haldin í Grunnskólanum í Hveragerði s.l. mánudag.

Keppendur Sunnulækjarskóla voru Arndís Hildur Tyrfingsdóttir, Guðbjörg Ósk Ómarsdóttir, Ólöf Eir Jónsdóttir og var Þorkell Ingi Sigurðsson tilbúinn sem varamaður.  Liðið stóð sig frábærlega þó ekki næðum við verðlaunasæti þetta árið.  Öll verðlaunin féllu í skaut keppenda Vallaskóla og óskum við þeim til hamingju með frábæra frammistöðu.

Auk keppendanna kom Freydís Ösp Leifsdóttir, sigurvegari frá fyrra ári, fram og kynnti rithöfund keppninnar sem að þessu sinni var Gunnar M Magnúss.



Lesa Meira >>

Vettvangsferð í Jarðskjálftamiðstöð Háskóla Íslands

11. mars 2011


Fimmtudaginn, 10. mars fóru nemendur í 7. RG í vettvangsferð ásamt Ragnheiði umsjónarkennara og Hauki kennaranema í Jarðskjálftamiðstöð Háskóla Íslands. 

Lesa Meira >>

Öskudagur í Sunnulæk

9. mars 2011

Það var mikið fjör í Sunnulækjarskóla í dag. Nemendur og starfsfólk mættu í búningum af ýmsum toga.

Lesa Meira >>

Öskudagur

4. mars 2011

Miðvikudag 9. mars, öskudag, verður skólahald sem hér segir;


Skóli hefst kl 8:10 þennan dag eins og venjulega en lýkur fyrr hjá sumum.

Lesa Meira >>

Fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni.

3. mars 2011


Hin árlega upplestrarkeppni 7. bekkja stendur nú fyrir dyrum. 
Undankeppnin í Sunnulækjarskóla var í morgun.  

Lesturinn var frábær og lásu nemendur bæði sögubrot og ljóð.
Það reyndist þrautin þyngri fyrir dómnefndina að velja fulltrúana úr hópi frábærra lesara.

Arndís Hildur Tyrfingsdóttir, Guðbjörg Ósk Ómarsdóttir, Ólöf Eir Jónsdóttir og Þorkell Ingi Sigurðsson voru valin sem fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni.

Mánudaginn 14. mars munu þau keppa í Hveragerði fyrir hönd Sunnulækjarskóla við nemendur úr öðrum skólum á svæðinu.


Við óskum þeim góðs gengis í Hveragerði.



Lesa Meira >>

Sunnulækjarskóli í fyrsta sæti í Lífshlaupinu

25. febrúar 2011


Sunnulækjarskóli varð í fyrsta sæti í flokki skóla með 400 nemendur og fleiri í Lífshlaupinu.

Nemendur skólans hreyfðu sig að meðaltali í 481 mínútu og er það talsvert betri árangur en þeirra sem næstir koma.

Um leið og við óskum nemendum til hamingju með sigurinn þökkum við foreldrafélaginu fyrir styrka stjórn á þátttöku skólans í Lífshlaupinu.

Sjá nánar á lifshlaupid.is

Lesa Meira >>

Starfsdagur og foreldradagur

18. febrúar 2011


Þriðjudagurinn 22. febrúar, er starfsdagur í Sunnulækjarskóla. Þennan dag munu kennarar nota til að ganga frá námsmati miðannar. Nemendur mæta því ekki í skólann þann dag.

Námsmatsblöð miðannar verða send heim með nemendum miðvikudaginn 23. febrúar og raða foreldrar námsmatinu í námsmatsmöppurnar sem þegar eru til á heimilum.

Foreldrar og nemendur mæta í viðtöl fimmtudaginn 24. febrúar. Fundarboð með nákvæmri tímasetningu viðtala verður sent heim. Nemendur mæta með foreldrum sínum í viðtölin en eru ekki í skólanum þann dag að öðru leyti.

Nemendafélagið ætlar að selja kaffi, kakó og vöfflur til styrktar félaginu. Þar sem ekki er unnt að taka við greiðslukortum biðjum við foreldra að hafa með sér lítilræði af peningum til að kaupa sér hressingu af nemendum.



Lesa Meira >>

Dagur stærðfræðinnar í Sunnulækjarskóla

4. febrúar 2011

Í 1. bekk Sunnulækjarskóla snérist dagur stærðfræðinnar um stærðfræðispil og leiki. Nemendur fóru í leiki og spiluðu Löngu vitleysu, Millu og Skrafl.

Lesa Meira >>

Stjörnusjónauki að gjöf

28. janúar 2011

Stjörnufræðivefurinn færði Sunnulækjarskóla stjörnunsjónauka að gjöf nú í vikunni.  Með sjónaukanum fylgdi einnig heimildarmyndin Horft til himins og veglegt tímarit Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness.

Við þökkum kærlega fyrir höfðinglega gjöf og vonum að okkur takist með henni að vekja áhuga nemenda á geimvísindum.

Lesa Meira >>

Heimsókn eldri borgara í Árborg.

20. desember 2010


Við fengum góða gesti í síðustu viku fyrir jólafrí. Þá komu hér eldri borgarar í Árborg að kenna 8.bekkingum félagsvist og spila við þau.  Þetta er afskaplega gott framtak og til fyrirmyndar.  Eins og sjá má á myndunum vantar ekki áhugann hjá spilafólkinu.

Lesa Meira >>

Vinasöngstund í Sunnulækjarskóla

16. desember 2010

Hér er myndband af söngstundinni.

Lesa Meira >>