Starfsdagur 24. febrúar og foreldradagur 26. febrúar

Mánudagurinn 24. febrúar, er starfsdagur í Sunnulækjarskóla.  Þennan dag munu kennarar nota til að ganga frá námsmati miðannar. Nemendur mæta því ekki í skólann þann dag. 

Skólavist er opin en skrá þarf börn sérstaklega þennan dag.

Námsmatsblöð haustannar verða send heim með nemendum þriðjudaginn 25. febrúar.

Foreldrar og nemendur mæta í viðtöl miðvikudaginn 26. febrúar. Umsónarkennarar senda fundarboð heim með nákvæmri tímasetningu viðtala eigi síðar en föstudaginn 21. febrúar. 

Nemendur mæta með foreldrum sínum í viðtölin en eru ekki í skólanum þann dag að öðru leyti. Skólavist er opin en skrá þarf börn sérstaklega þennan dag.

Nemendafélagið ætlar að selja kaffi, kakó og vöfflur til styrktar félaginu.  Þar sem ekki er unnt að taka við greiðslukortum biðjum við foreldra að hafa með sér lítilræði af peningum til að kaupa sér hressingu af nemendum.