Stríðsárin í 7. bekk

 Í tilefni þess að verið er að fjalla um seinni heimsstyrjöldina í samfélagsfræði í 7. bekk voru eldri borgarar beðnir um aðstoð við fræðsluna.  Vel var brugðist við og mætti vaskur hópur til aðstoðar. Nemendur höfðu undirbúið spurningar fyrir gestina og auk þeirra spunnust skemmtilegar umræður um stríðið.  Mikla athygli vakti hermannahjálmur sem einn gestanna hafði með sér.  Hjálminn hafði hann fegnið er hann vann á Vellinum í kalda stríðinu.

Heimsóknin tókst vel í alla staði og höfðu allir aðilar greinilega mjög gaman af. 
Við þökkum gestunum kærlega fyrir innlitið.

 

 

 002 027 016