Fjölmiðlaheimsókn 7. ÁT
Fimmtudaginn 30. janúar fór 7. ÁT og heimsótti nokkra fjölmiðla hér á Selfossi. Heimsóknin er í tengslum við fjölmiðlaverkefni sem bekkurinn er að byrja að vinna. Bekkurinn heimsótti Útvarp Suðurland, Sunnlenska og Dagskrána / Prentmet Suðurlands. Nemendur fengu að fræðast um það helsta sem tengist rekstri útvarpsstöðvar og blaðaútgáfu. Þau fengu að láta í […]
Bóndadagur – Þorri byrjar
Í tilefni af komu þorra var þorramatur víða á borðum. Í heimilsfræði gerðu nemendur sér dagamun og buðu stjórnendum skólans að bragða á þorramat.
Skólaakstur föstudaginn 20. desember
Föstudaginn 20. desember eru Litlu jólin í Sunnulækjarskóla. Skemmtunin er tvískipt og verður aksturinn samkvæmt því sem hér segir: Bílarnir byrja rúntinn kl 08:30 fyrir þau börn sem koma á fyrri skemmtunina og kl 10:30 fyrir seinni skemmtunina. Heimferð eftir fyrri skemmtunina yrði kl 10:55 og eftir seinni skemmtunina 12:45
Kertasund í Sunnulækjarskóla
Í síðustu viku fóru allir árgangar Sunnulækjarskóla í kertasund í sundtímunum sínum. Þar skiptir aldurinn ekki máli, alltaf er stemming og sannkölluð jólagleði ríkjandi. Kveikt var á kertum, slökkt á ljósum, jólatónlist leikin og krakkarnir skiptust á að synda með kerti.
Kirkjuheimsókn
Nemendum í 1. – 7. bekk Sunnulækjarskóla býðst að fara í aðventuheimsókn í Selfosskirkju í desember. 3. og 4. bekkur fara saman þriðjudaginn 3. desember, vinabekkirnir 2. og 7. bekkur fara saman fimmtudaginn 5. desember, vinabekkirnir 1. og 6. bekkur fara saman föstudaginn 6. desember og 5. bekkur fer miðvikudaginn 11. desember. Nemendur fara gangandi […]