Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Bókagjöf

By Hermann | 3. júní 2013

Í síðustu viku fengum við góða gesti í heimsókn.  Það voru Gils Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Árnessýslu, Halldóra S. Sveinsdóttir, formaður Bárunnar, stéttarfélags og Þór Hreinsson, þjónustustjóri stéttarfélaga á Suðurlandi.  Tilefni heimsóknarinnar var að afhenda skólanum að gjöf sögu Alþýðusambands Íslands í tveim bindum. Fyrra bindið ber heitið Í samtök, en það síðara, Til velferðar. Sumarliði Ísleifsson, sagnfræðingur, skráði söguna. […]

Valblöð elsta stigs 2013-14

By Hermann | 3. júní 2013

Í dag fóru nemendur í verðandi 8.- 10. bekk heim með valblað fyrir næsta skólaár 2013-´14. Valblöðin má einnig nálgast hér: 8. bekkur valblað   9. bekkur valblað 10. bekkur valblað Upplýsingabæklingur um val Nemendur eiga að skila valblaðinu til ritara, mánudaginn 6. maí.Vinsamlega farið yfir blöðin með börnum ykkar.  

Danssýning í Sunnulækjarskóla

By Hermann | 31. maí 2013

Í dag héldu nemendur 1. til 4. bekkjar veglega danssýningu í Fjallasal Sunnulækjarskóla.  Foreldrum var boðið að koma og fylgjast með sýningunni.  Mæting foreldra var frábær og fylltu þeir hliðarsali, svalir og Skólabrú eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.  Börnin stóðu sig frábærlega og ánægja skein úr hverju andliti hvort sem dansað var Súperman, […]

Hjólaferð útivistarhóps

By Hermann | 30. maí 2013

Þann 22. maí sl. fór útivistar hópur úr 9.-10. bekk Sunnulækjarskóla í hjólaferð alla leið til Hveragerðis. Gekk ferðin mjög vel og tók um 1 ½ klst. og allir skemmtu sér konunglega. Við hjóluðum með nokkrum stoppum og kíktum svo í Kjörís að lokinni ferðinni. Mikið hefði nú verið gott ef hjólastígur lægi meðfram Þjóðvegi […]

Laus störf

By Hermann | 20. maí 2013

Sunnulækjarskóli Við Sunnulækjarskóla á Selfossi vantar kennara og þroskaþjálfa til starfa skólaárið 2013 -14 Meðal kennslugreina er íslenska, stærðfræði og enska á mið- og elsta stigi og tónmennt á yngsta og miðstigi.  Þá vantar sérkennara og þroskaþjálfa til starfa. Umsækjandi um kennarastarf þarf að hafa kennsluréttindi, góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum.  Reynsla […]