Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Hjóla- og klifurferð við Ingólfsfjall

By Hermann | 17. maí 2013

Nemendur í 8. bekk í íþróttavali Sunnnulækjarskóla enduðu valáfangann á hjóla- og klifurferð við Ingólfsfjall þriðjudaginn 14. maí. Vaskur hópur barna, ásamt kennara, lagði af stað hjólandi að björgunum við Ingólfsfjall á móts við Laugabakka. Mótvindurinn var fremur mikill á leiðinni svo sumum leist ekki á blikuna að komast alla leið en allir komust nú á áfangastað. […]

Fréttabréf forvarnarhópsins

By Hermann | 14. maí 2013

Netfréttabréf forvarnarhóps Árborgar er komið út. Fréttabréfið má nálgast hér: Netfréttabréf apríl 2013

Hjálma á alla kolla

By Hermann | 10. maí 2013

Í dag fengu nemendur í 1. bekk góða gesti.  Það voru Hjörtur Þórarinsson og Guðjón Jónsson sem komu færandi hendi.  Þeir færðu öllum nemendum 1. bekkjar reiðhjólahjálma að gjöf.  Gjöfin er sameiginlegt átak Kiwanis og Eimskips.  Við þökkum kærlega fyrir hjálmana.      

Pétur Már, nemandi Sunnulækjarskóla, sigraði skólaþríþraut FRÍ

By Hermann | 6. maí 2013

  Undankeppni í skólaþríþraut fór fram í íþróttatímum hjá 6. og 7. bekk Sunnulækjarskóla þar sem mældur var árangur í kúluvarpi, hástökki og 100 m spretthlaupi og voru það heildarstigin úr þrautunum þremur sem gilti. 16  krakkar af hvoru kyni og í hvorum árgangi um land allt voru svo valin til keppni í úrslitakeppninni og voru […]

Innritun í grunnskóla skólaárið 2013−2014

By Hermann | 1. maí 2013

Innritun í grunnskóla skólaárið 2013−2014 Innritun barna sem eru fædd árið 2007 og eiga að hefja skólagöngu haustið 2013 fer fram 8.−18. mars næstkomandi. Hægt er að innrita rafrænt á Mín Árborg eða á eyðublöðum sem hægt er að fá á heimasíðum grunnskólanna og í Ráðhúsinu. Þeim umsóknum á að skila í viðkomandi skóla. Grunnskólar […]