Hljóðfærakynning í 1. bekk Sunnulækjarskóla
Föstudaginn 5. apríl var hljóðfærakynning í 1.bekk þar sem nemendur, foreldrar og starfsfólk kynntu ýmis hljóðfæri. Á kynningunni voru mjög fjölbreytt hljóðfæri svo sem strengjahljóðfæri, blásturshljóðfæri, ásláttarhljóðfæri og hristur. Kynningin tókst vel í alla staði og sumir voru staðráðnir í að læra á svona hljóðfæri í framtíðinni.
Alþjóðlegur dagur barnabókarinnar
Í tilefni af degi barnabókarinnar sem haldinn er á fæðingardegi H.C Andersens 2. apríl, gáfu IBBY samtökin á Íslandi íslenskum börnum smásöguna Stóri bróður sem Friðrik Erlingsson hefur samið af því tilefni. Í dag 4. apríl var sagan svo lesin í beinni útsendingu á Rás 1. Margir nemendur Sunnulækjarskóla settust fram í Fjallasal og hlustuðu […]
EKKI MEIR.. fyrirlestur 11. mars
Næstkomandi mánudag, 11. mars kl 20:00, mun foreldrafélag Sunnulækjarskóla bjóða upp á fyrirlestur Kolbrúnar Baldursdóttur, sálfræðings um forvarnir gegn einelti og úrvinnslu eineltismála. Fyrirlesturinn er liður í endurskoðun og uppfærslu á eineltisáætlun Sunnulækjarskóla og vel til þess fallinn að halda athyglinni og umræðunni um mikilvægis forvarna gegn einelti vakandi. Við hvetjum alla sem tök hafa […]
Lokahátíð stóru upplestarkeppninnar
Lokahátíð stóru upplestarkeppninnar fór fram í Sunnulækjarskóla fimmtudaginn 7. mars. s.l. Tólf keppendur frá fimm skólum tóku þátt í lokakeppninni. Það voru Grunnskólinn í Þorlákshöfn, Grunnskólinn í Hveragerði, Vallaskóli, Barnaskólinn á Eyrarbaka og Stokkseyri auk Sunnulækjarskóla sem sendu lið til keppninnar. Allir keppendur stóðu sig frábærlega og var dómnefnd mikill vandi á höndum. Sigurvegari keppninnar var […]
Skólinn er opinn 6.3.2013
Þrátt fyrir veður er Sunnulækjarskóli opinn í dag. Foreldrum og forráðamönnum er heimilt að halda börnum sínum heima ef aðstæður eru með þeim hætti að það hentar betur. Vinsamlega komið skilaboðum til skóla um síma eða tölvupóst.