Stóra upplestarkeppnin 2013
Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar á svæði 1 á Suðurlandi verður haldin í Sunnulækjarskóla fimmtudaginn 7. mars kl. 14:00. Keppendur frá grunnskólum Árborgar, Hveragerði og Þorlákshöfn tilheyra því svæði og mun Sunnulækjarskóli senda þrjá keppendur til leiks. Í dag var undankeppni í Sunnulækjarskóla þar sem átta keppendur úr forkeppni sem haldin var í hvorum 7. bekk skólans […]
Vetrarfrí
Mánudaginn 25. og þriðjudaginn 26. febrúar er vetrarfrí í Sunnulækjarskóla. Allar deildir og skrifstofa skólans eru lokaðar í vetrarfríi. Skólastarf hefst að nýju samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 27. febrúar.
Öskudagur 2013
Á Öskudag munum við gera okkur dagamun og byrja daginn með söngstund. Einnig hvetjum við börnin til að koma í furðufötum þennan dag, okkur öllum til ánægju og yndisauka. Við munum ekki kenna sund á Öskudegi þar sem vatn fer illa saman við búninga og andlitsmálun. Á miðstigi, 5. – 7. bekk lýkur skóladegi því kl 13:00 […]
Öskudagur Í Sunnulækjarskóla
Í dag eru ýmsar furðuverur búnar að vera á sveimi í Sunnulækjarskóla. Í morgun var byrjað með sameiginlegri söngstund í Fjallasal og síðan gengu nemendur til ýmissra verka. Margt var sér til gamans gert og gleðin skein úr hverju andliti. Vart mátti á milli sjá hvort nemendur eða starfsfólk skemmtu sér betur yfir verkefnum dagsins.
100 daga hátíð
2. bekkur er búinn að telja dagana sem liðnir eru frá upphafi skólaárs. Í síðustu viku rann hundraðasti skóladagurinn upp og í tilefni þess gerðum við ýmis verkefni í sambandi við töluna 100. Nemendur komu með 100 hluti af einhverju að heima t.d. 100 rúsínur, 100 cheerios og þess háttar. Allir nutu dagsins og hafa […]