Samráðsfundur um nýja skólastefnu Árborgar
Opinn samráðs- og stefnumótunarfundur um nýja skólastefnu Árborgar verður haldinn í Sunnulækjarskóla miðvikudaginn 28. nóvember 2012 kl. 17-18:30.
Heimsókn frá Sjóminjasafninu
Í gær fékk 3. bekkur heimsókn frá Sjóminjasafninu á Eyrarbakka. Linda Ásdísardóttir kom og kynnti líf verbúðarmanna fyrir um 150 árum. Hún klæddi sig upp einsog sjómaður í þá daga og sýndi okkur alls kyns áhöld sem notuð voru. Meðal þess sem hún sýndi okkur var beitningarbali og lína, flot og lóð, sjófatnaður úr skinni, […]
Lögregluheimsókn
Nemendur úr 9. og 10. bekk heimsóttu Lögreglustöðina í dag og fengu flotta kynningu vakthafandi lögreglumanna. Heimsóknin er liður í verkefni nemenda í Starfalæk sem lýtur að því að kynna sér mismunandi störf í nærumhverfinu.
Opinn samráðs- og stefnumótunarfundur um nýja skólastefnu Árborgar
Opinn samráðs- og stefnumótunarfundur um nýja skólastefnu Árborgar verður haldinn í Sunnulækjarskóla miðvikudaginn 28. nóvember 2012 kl. 17-18:30. Í upphafi fundar verður stutt kynning á drögum að nýrri skólastefnu og síðan unnið í umræðuhópum með þau leiðarljós og markmið sem þegar hafa verið sett fram. Einnig verður efni frá hugarflugsfundum foreldra- og skólaráða og […]
16. nóvember, dagur íslenskar tungu
Í Sunnulækjarskóla var margt á döfinni í tilefni af degi íslenskar tungu 16. nóvember. Sem dæmi má nefna að nemendur í 7. bekk lásu úr Ritsafni Jóns Sveinssonar um Nonna og Manna í Fjallasal og fóru einnig í heimsókn til 2. bekkjar sem er sérstakur vinabekkur þeirra og lásu fyrir þau. Þannig hófu þau formlega […]