Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Fjárfestum í tíma með börnunum okkar

By Hermann | 5. október 2012

Í kvöld, 2. oktober, kl. 17:30 heldur Davíð Bergmann fyrirlestur í Sunnulækjarskóla sem ber yfirskriftina Fjárfestum í tíma með börnunum okkar Allir áhugasamir foreldra eru velkominir á fyrirlesturinn sem hefst kl 17:30 og lýkur kl 19:00  

Sjálfsmatsskýrsla

By Hermann | 27. september 2012

Sjálfsmatsskýrsla Sunnulækjaskóla vegna skólaárisns 2011 – 2012 er kominn á vefinn. Í sjálfsmatsskýrslu Sunnulækjarskóla er leitað svara við fimm spurningum:   Hefur skólinn skýra sýn og styrka stjórn?   Eru kennsluaðferðir og mat líkleg til að mæta ólíkum einstaklingum og bæta stöðugt árangur?   Líður nemendum vel í skólanum?   Ríkir góður starfsandi innan skólans […]

Kynning á frjálsum íþróttum

By Hermann | 27. september 2012

Þessa vikuna er kynning á frjálsum íþróttum í íþróttatímum hjá öllum árgöngum og sýnist íþróttakennurum það mælast vel fyrir.  Kynningin er í höndum frjálsíþróttamannsins Ólafs Guðmundssonar, verkefnastjóra frjálsíþróttaráðs HSK og þjálfara meistarahóps Selfoss og Laugdæla. Kynningin gekk vel, góð tilþrif sáust  og ljóst að það er nægur efniviður fyrir hendi. Grunnskólamót HSK fyrir 5.-10. bekk […]

Setrinu færður iPad að gjöf

By Hermann | 23. september 2012

Setrinu í Sunnulækjarskóla barst höfðingleg gjöf í vikunni.  Gjöfin sem er iPad er frá fyrirtæki á Selfossi og erum við afar þakklát fyrir hana. Ipadinn mun nýtast mjög vel í skólastarfi Setursins sem námstæki og til tjáskiptaþjálfunar. Nokkrir nemendur eru þegar farnir að koma með eigin iPad og spjaldtölvur í skólann.   Nú á Setrið sinn eigin iPad gefur það okkur möguleika á að […]

Vettvangsferð

By Hermann | 15. september 2012

6. MSG fór í vettvangsferð í gær í tengslum við námsefnið Líkríkið í fersku vatni. Nemendur hjóluðu að andatjörninni á Gesthúsasvæðinu vopnaðir háfum og krukkum. Afraksturinn varð fullar krukkur af vatnsköttum, vatnabobbum, brunnklukkum og 2 hornsíli sem verða rannsökuð frekar næstu daga.