Starfsdagur 12. nóvember
Mánudagurinn 12. nóvember, er starfsdagur í Sunnulækjarskóla. Þennan dag munu kennarar nota til að ganga frá námsmati haustannar. Nemendur mæta því ekki í skólann þann dag. Skólavist er opin en skrá þarf börn sérstaklega þennan dag.
8. nóvember – dagur gegn einelti
Í dag hófst vinabekkjaverkefni Sunnulækjarskóla. Vinabekkjaverkefnið er fólgið í því að allir nemendur skólans mynda vinatengsl milli einstakra nemenda í eldri og yngri bekkjum. Markmið verkefnisins er að nemendur á ólíkum aldri kynnist og að efla samkennd og virðingu meðal nemenda. Þannig mynda nemendur í 6. bekk vinatengsli við nemendur í 1. bekk, nemendur í […]
Þemadagar og vetrarfrí
Miðvikudag, 24. og fimmtudag, 25. október eru þemadagar í Sunnulækjarskóla. Yfirskrift þemadaganna er “Gullin í grenndinni”. Nemendur munu vinna að ýmsum verkefnum sem öll eru tengd nærumhverfi okkar með skírskotun í sögu, menningu, tómstundastarf, náttúru eða atvinnu. Skólalok verða sem hér segir báða dagana:1. – 4. bekkur: kennslu lýkur samkvæmt stundaskrá, engin breyting.5. – 7. bekkur: kennslu lýkur […]
Gjöf frá foreldrafélagi Sunnulækjarskóla
Í morgun komu fulltrúar foreldrafélags Sunnulækjarskóla og afhentu skólanum fjölbreytt áhöld til útieldunar. Eins og kunnugt er hafa kennarar Sunnulækjarskóla verið að feti sig áfram við útikennslu. Nú er verið að koma upp aðstöðu á lóð skólans þar sem mögulegt verður að safnast saman í útikennslustund við margskonar iðju. Eitt af því sem nemendur taka […]
„Hár og förðun“ í heimsókn á Riverside Spa
Stelpurnar í valfaginu Hár og förðun fóru í heimsókn á Riverside Spa á Hótel Selfoss.Þær fengu kynningu á starfseminni og áttu notalega stund í spainu þar sem þær fóru í pottinn, prufuðu gufurnar og nokkrar voru harðar af sér og prufuðu að fara í klakasturtu eftir gufuna.