Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Undirbúningur jólaskemmtunar

By Hermann | 16. desember 2010

Nú eru nemendur skólans í óða önn að undirbúa jólaskemmtunina.  Í morgun var generalprufa á helgileiknum sem 4. bekkur setur á svið.  Foreldrum var boðið að koma og sjá og var mjög vel mætt.

Kertasund á aðventunni

By Hermann | 14. desember 2010

Í síðustu viku var kertasund í öllum sundtímum.  Þá synda nemendur með logandi kerti í sundlauginni og hlusta á jólalög.  Mikil stemming var í sundlauginni þegar kertaljósin spegluðust í gáróttu vatninu.

Smákökumaraþon í Sunnulækjarskóla

By Hermann | 11. desember 2010


Nemendur í 8., 9. og 10. bekk Sunnulækjarskóla mættu í smákökumaraþon í skólanum s.l. fimmtudagskvöld og bökuðu smákökur allt hvað af tók.

Að loknum bakstrinum voru komnar um 5.500 smákökur.  Nemendurnir færðu síðan eldri borgurum í Grænumörk, dvalargesturm í Vinaminni, Selfosskirkju og félagsþjónustu Árborgar kökurnar að gjöf með góðum óskum um gleðileg jól.

Óhætt er að segja að framtakið gladdi bæði gefendur og þiggjendur og skapar samstöðu og hlýhug í anda jólanna.

Vinadagar í Sunnulækjarskóla

By Hermann | 3. desember 2010

Sérstakir vinadagar eru í Sunnulækjarskóla á hverju ári og hefjast þeir yfirleitt í byrjun desember.  Þá eru mynduð vinatengsl milli eldri og yngri nemenda skólans.

Sunnulækjarskóli í jólafötin

By Hermann | 26. nóvember 2010

Í dag var skreytingadagur í Sunnulækjarskóla.  Dagurinn hófst með sameiginlegri söngstund í Fjallasal en síðan gengu nemendur til þess verks að búa skólann í jólabúning. 

Allt jólaskrautið sem safnast hefur frá fyrri árum var dregið fram og því komið fyrir á þeim stöðum sem vera ber auk þess sem mikið var föndrað og framleitt af nýju skrauti.