Norræna skólahlaupið
Allir nemendur skólans tóku þátt í Norræna skólahlaupinu s.l. föstudag og stóðu sig ótrúlega vel. Tilgangur Norræna skólahlaupsins er að hvetja nemendur til að æfa hlaup og aðrar íþróttir reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.
Eineltisátak, opinn borgarafundur
Landssamtökin Heimili og skóli í samvinnu við fjölda aðila boða til opins borgarafundar í Sunnulækjarskóla, þriðjudaginn 14. september undir yfirskriftinni „Stöðvum einelti strax“.
Norræna skólahlaupið föstudaginn 10.september 2010
Föstudaginn 10. september, ætlar skólinn að taka þátt í Norræna skólahlaupinu. Hlaupið verður á skólatíma og nokkrar vegalengdir í boði sem hæfa aldri og getu. Mikilvægt er að nemendur komi á góðum skóm og búnir til útiveru.
Skóladagurinn hjá 1.- 4.bekk verður að öðru leiti samkvæmt stundaskrá.
Skóladeginum hjá 5.- 10.bekk lýkur hins vegar á hádegi þennan dag.
Heimsókn í MS
Valhópur í heimilisfræði í 10. bekk fór í heimsókn í MS.
Að heimsókninni lokinni skrifa nemendurnir ritgerð um heimsóknina.
Gestir frá Kína
Í dag kom sendinefnd frá Kína í heimsókn í Sunnulækjarskóla.
Sendinefndin er frá Sichuan héraði í Kína og er hér á landi að kynna sér íslenskt samfélag.