Bíódagar Kviku
Föstudaginn 27. maí var haldin heljarinnar lokahátíð í Kviku hjá 9. og 10. bekk með stuttmyndakeppninni Bíódögum. Vinnan við stuttmyndakeppnina stóð yfir í rúmar 5 vikur og þemað í ár var „samskipti og samfélagsmiðlar“ og nemendur höfðu svo til frjálsar hendur til að túlka það á sinn hátt. Mikil vinna er að baki hverrar stuttmyndar, […]
Glæsilegur hópur nemenda í 6. bekk
Vaskur hópur nemenda í 6. bekk tíndi yfir 20 kg af rusli í góða veðrinu í dag.
Foreldrafélag Sunnulækjarskóla veitir skólanum gjöf
Nú fyrir helgi afhentu þær Halla Marinósdóttir og Jódís Gísladóttir fyrir hönd foreldrafélagsins í Sunnulækjarskóla peningagjöf að upphæð 350.000 krónu, þar af 100.000 krónum til Sérdeildar Suðurlands. Skólinn mun nýta sína upphæð til að kaupa spil og afþreyingu fyrir nemendur í frímínútum til að efla félagsleg samskipti og draga úr símanotkun en Setrið mun fjárfesta […]
Sumarlestur í Sunnulækjarskóla
Líkt og í fyrrasumar mun skólasafn Sunnulækjarskóla efna til lestrarátaks í sumarfríinu. Markmið sumarlesturs er að viðhalda lestrarhæfni nemenda og örva lestrarvenjur þeirra. Stuðla þarf með öllum ráðum að yndislestri barna og auka áhuga þeirra á lestri sér til skemmtunar því hætta er á að lestrarfærnin dali ef hún er ekki þjálfuð yfir sumartímann. Átakið […]