Skákkennsla grunnskólakrakka
Vegna forfalla leiðbeinanda byrjar skáknámskeiðið ekki laugardaginn 29. janúar eins og til stóð. Ný frétt fer í loftið þegar dagsetning verður staðfest. Fyrri frétt: Námsskeiðið er haldið í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg og Skákfélag Selfoss og nágrennis. Oddgeir Ágúst Ottesen og Ingimundur Sigurmundsson hjá Skákfélagi Selfoss og nágrennis sjá um kennsluna. Þetta verða 10 skipti […]
Hinsegin vika Árborgar
Í tilefni af Hinsegin viku í Árborg hafa nemendur á yngsta stigi unnið með regnbogaþema í myndmenntasmiðjum s.s. úrklippimyndir, málverk og regnbogahjörtu eins og meðflygjandi myndir sína.
Stærðfræðiverkefni nemenda í 10. bekk
Fyrir jól vann 10. bekkur skemmtilegt hópverkefni í stærðfræði. Nemendur bjuggu til skúlptúra úr þrívíðum formum. Eins og meðfylgjandi myndir sýna urðu til bæði fjölbreyttir og flottir skúlptúrar, ýmsar þekktar byggingar og annað sem nemendum datt í hug.
Hinseginvika Árborgar
Vikuna 17. – 23. janúar 2022 ætlar Forvarnateymi Árborgar í samvinnu við sveitarfélagið að halda sína fyrstu Hinseginviku frá upphafi. Hátíðin er haldin til að auka fræðslu, skapa umræður og veita stuðning til þeirra sem tengja við hinsegin málefni á einn eða annan hátt. Til að mynda verða lesnar bækur um hinsegin málefni í leikskólum […]
Jólakveðja
Starfsfólk Sunnulækjarskóla óskar öllum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og óskar þeim farsældar á komandi ári. Við þökkum þann hlýhug sem skólanum hefur verið sýndur á undanförnum árum. Skrifstofa skólans verður lokuð frá og með 20. desember en opnar aftur mánudaginn 3. janúar. Skólastarf hefst að loknu jólaleyfi, þriðjudaginn 4. janúar 2022 samkvæmt stundaskrá. […]