Rithöfundur í heimsókn
Gunnar Helgason rithöfundur heimsótti nemendur Sunnulækjarskóla og las upp úr tveimur bókum, Drottningin sem kunni allt nema….. og Bannað að eyðileggja. Hann talaði einnig almennt um lestur og reyndi að kveikja áhuga nemenda eins og honum einum er lagið. Börnin tóku vel á móti honum og hlustuðu af athygli og vafalaust hefur honum tekist vel […]
Skreytingadagur í Sunnulækjarskóla
Senn líður að jólum og af því tilefni klæðum við skólann okkar í jólabúning. Á morgun föstudaginn 26. nóvember verður skreytingadagur í Sunnulækjarskóla. Þar sem skólinn býr nú við takmarkanir vegna sóttvarna getum við ekki haft hefðbundna söngstund né skipulagt samvinnu vinabekkja eins og venja var til fyrir Covid. Nemendur munu því vinna í hópum […]
Stórundarlega smásagan mín, Skugga-, ljós- og litaleikhús
Nemendur 5. bekkjar í myndmennt hafa tvo síðustu mánudaga fengið námskeið sem kallast, Stórundarlega smásagan mín: Skugga-, ljós- og litaleikhús. Það voru þær Oddný Eir og Áslaug Davíðsdóttir sem sáu um að kynna fyrir nemendum hvernig hægt er að vinna með hugmynd út frá þremur atriðum. Í fyrsta lagi tengingu við okkar eigin líðan, í öðru […]
Víkingar nema Sunnulækjarskóla
Í vikuni 8. – 12. nóvember var 2. bekkur var með þemaviku og var unnið með landnám og víkinga. Nemendur fengu kennslu á rúnum, vopnum, torfbæjum og skipum og bjuggu til sinn eigin landnámsmann. Skemmtilegri viku lauk síðan með heimsókn gesta úr víkingafélaginu og sýndu þau nemendum vopn, föt og áhöld sem notuð voru á […]
Sigurvegari Sunnulækjarskóla í friðarveggspjaldakeppni Lions
Jón Trausti Helgason, nemandi í 6.bekk, er sigurvegari Sunnulækjarskóla í Alþjóðlegu friðarveggspjaldakeppni Lions þetta árið. Þema keppninnar í ár er Við erum öll tengd, en á tímum heimsfaraldurs fögnum við öllu sem tengir okkur saman. Verk Jóns Trausta var valið af dómnefnd og mun verk hans fara áfram í keppni á landsvísu. Sigurvegari þar fær […]