Þemaverkefni um loftslagsmál
Nemendur í 10. bekk í Sunnulækjarskóla eru búin að vera að vinna samstarfsverkefni í náttúrufræði og samfélagsfræði. Þema verkefnisins voru loftslagsmál. Nemendur gátu valið á milli ýmissa verkefna til dæmis að koma með uppfinningu, gera listaverk, láta gott af sér leiða, endurnýta og fjalla um loftslagsmál. Mörg skemmtileg verkefni fæddust. Til dæmis fundu nemendur upp […]
Úrslit Pangea stærðfræðikeppninnar
Úrslit Pangea stærðfræðikeppninnar fóru fram þriðjudaginn 27. apríl. Fyrr í vetur hafa farið fram tvær undankeppnir, en alls tóku 3783 nemendur um allt land þátt í fyrstu umferð. Við erum afar stolt að segja frá því að Sunnulækjarskóli átti fimm nemendur í úrslitum en alls voru það 119 nemendur sem komust í úrslit. Í Sunnulækjarskóla […]
Kiwanis hjálmar
Þriðjudaginn 4. maí fengu allir nemendur í 1. bekk Sunnulækjarskóla afhenta reiðhjólahjálma að gjöf. Kiwanis gefur hjálmana og er markmið verkefnisins að stuðla að öryggi barna í umferðinni og koma í veg fyrir alvarleg slys og óhöpp. Börnin voru mjög ánægð með gjöfina og þökkum við góðar gjafir.
Karlmennskan
Þann 20. apríl fengum við Þorstein V. Einarsson til að vera með fyrirlestur í unglingadeild sem ber heitið Karlmennskan. Þorsteinn er menntaður kennari með meistaragráðu í kynjafræði frá Háskóla Íslands en starfaði lengi sem forstöðumaður og deildarstjóri félagsmiðstöðva í Reykjavík. Frá því í lok árs 2018 hefur hann starfað við fyrirlestra, pistla og greinaskrif og […]
Smiðjuhópar í 2. bekk við ruslatínslu
Smiðjuhóparnir í 2.bekk nýttu vorblíðuna í að plokka rusl á skólalóð skólans. Nemendur voru vinnusamir og kappsamir og tóku aldeilis til hendinni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.