Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Örtónleikar í Sunnulækjarskóla

By Hermann | 1. nóvember 2021

Fimmtudaginn 28. október  héldu Kór, Poppkór og Rokkband Sunnulækjarskóla örtónleika fyrir nemendur í 5.-10. bekk.  Einnig kom Klara Ósk Sigurðardóttir, fyrrum nemandi skólans, fram og söng eitt lag. Tónleikarnir voru hin prýðilegasta skemmtun og skemmtilegt uppábrot á hefðbundnum skóladegi.  Efnisskráin var fjölbreytt þrátt fyrir stutta tónleika:  The Joke, Fjöllin hafa vakað, Sweet dreams, Aquaman, Stay […]

Lögreglan og endurskinsvesti

By Hermann | 28. október 2021

Miðvikudaginn 27.október fengu nemendur í 1.bekk afhent endurskinsvesti frá Foreldrafélagi Sunnulækjarskóla. Auk þess kíktu tveir lögregluþjónar í heimsókn, spjölluðu við nemendur um mikilvægi þess að fara varlega í umferðinni og að vera sýnileg með endurskin þegar fer að rökkva. Greinilegt var að börnin höfðu mikla ánægju af heimsókninni og gleðin og einbeitingin sést í hverju andliti.

Ólympíuhlaupið

By Hermann | 13. október 2021

Ólympíuhlaupið í Sunnulækjarskóla Miðvikudaginn 15. september hlupu nemendur Sunnulækjarskóla Ólympíuhlaupið (áður Norræna Skólahlaupið). Hringurinn sem var farinn er 2,5 km og gátu nemendur valið um 1-4 hringi. Nemendur réðu sinni vegalengd og hraða, fyrst og fremst var lögð áhersla á hreyfingu og að allir tækju þátt. Það var góð stemning í hlaupinu, gott veður og […]

Skáknámskeið í Fischersetri

By Hermann | 12. október 2021

Sunnudaginn 17. október nk. kl. 11:00 hefst skáknámsskeið fyrir grunnskólabörn í Fischersetri.  Námsskeiðið er haldið í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg, Skákskóla Íslands og Skákfélag Selfoss og nágrennis. Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands hefur yfirumsjón með kennslunni. Þetta verða 8 skipti eða einu sinni í viku og þá á sunnudögum frá 11:00 – 12:30 […]

4. bekkur í heimsókn á Listasafn Árnesinga

By Hermann | 7. október 2021

Nemendur í 4. bekk fóru í heimsókn á Listasafn Árnesinga í dag og skoðuðu sýninguna ,,Hafið kemst vel af án okkar“. Sýningin er samvinnuverkefni sem vísar til hafsvæðanna á milli Íslands og Noregs.  Á sýningunni er miðlað ferðalagi ofan í og óþekkt undirdjúpin – þar sem við syndum á meðal hákarla, plantna, svifa og annarra […]