Laus störf við Setrið
Sérdeild Suðurlands Setrið Sunnulækjarskóla Við sérdeild Suðurlands, Setrið Sunnulækjarskóla á Selfossi vantar kennara og þroskaþjálfa til starfa. Sérdeild Suðurlands, Setrið Sunnulækjarskóla, er deild í Sunnulækjarskóla sem starfar á grundvelli þjónustusamnings milli Sveitarfélagsins Árborgar, Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu og Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Hlutverk sérdeildar er að veita nemendum með sérþarfir á Suðurlandi, fjölbreytt […]
Nýsköpunarverkefni í Sunnulækjarskóla
Undanfarnar vikur hafa nemendur í 9. bekk verið að vinna að nýsköpunarverkefni í Kviku, sem eru kennslustundir þar sem hinar ýmsu námsgreinar eru samþættar. Til að koma krökkunum af stað fengu þau fyrirlestur frá Eyjólfi Eyjólfssyni frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þar næst unnu þau saman í hópum með það markmið að finna upp sniðuga hluti sem […]
Árshátíðir
Í næstu vikum verða árshátíðir hjá nemendum í 1.-3. og 5.-7. bekk. Litla upplestrarhátíðin er árshátíð 4. bekkjar. Hún fer fram síðar í apríl og fá foreldrar boð á þá hátíð þegar nær dregur. Tíma- og staðsetning árshátíða er eftirfarandi: 1. bekkur Íþróttahús Miðvikudaginn 21. mars Kl. 8:30–9:30 2. bekkur Íþróttahús Föstudaginn 23. mars Kl. 8:30-9:30 3. […]
Örsögukeppni í 10. bekk
Tíundubekkingar tóku allir þátt í örsögusamkeppni í íslensku í síðustu lotu. Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin, sigurvegararnir voru Ásdís Bára Steinarsdóttir, Gabríel Árni Valladares Inguson og Karen Hekla Grönli. Meðfylgjandi er mynd af sigurvegurunum á uppskeruhátíð síðastliðinn miðvikudag, 11. apríl, þar sem kennarar buðu upp á veitingar.
Dægurlög og höfundar þeirra
Nemendur í 10. bekk hafa undanfarið verið að vinna með íslenska dægurlagatexta og höfunda þeirra. Nemendur kynntu sér nokkra höfunda og lögin þeirra ásamt því að vinna ýmis verkefni. Í tengslum við verkefnið buðum við einum höfundi, Herði Torfasyni, að koma og heimsækja okkur. Hörður kom til okkar í dag, sagði okkur sögu sína og spilaði nokkur lög. Nemendur voru mjög […]