Góðar gjafir frá foreldrafélagi
Föstudaginn 27. október fengu allir nemendur í 1. bekk sérmerkt endurskinsvesti að gjöf frá Foreldrafélagi Sunnulækjarskóla. Við afhendinguna kom lögreglan í heimsókn og fór yfir það hversu mikilvægt það er að vera vel sýnilegur í umferðinni, sérstaklega nú þegar skammdegið skellur á af fullum þunga. Við þökkum foreldrafélagi skólans gjöfina og vonum að vestin nýtist vel.
Starfsdagur 20. október
Vegna haustþings Kennarafélags Suðurlands verðu starfsdagur í Sunnulækjarskóla föstudaginn 20. október. Skólavistunin Hólar er opin þann dag en skrá þarf veru barna þar sérstaklega.
Haustfrí 12. og 13. október
Haustfrí verður í Sunnulækjarskóla dagana 12. og 13. október og allar deildir skólans lokaðar.
Rýmingaræfing í Sunnulækjarskóla
Föstudaginn 6. október kl. 9:00 var rýmingaræfing í Sunnulækjarskóla. Rýmingaræfing hefur það að markmiði að þjálfa nemendur og starfsmenn í að fara með skipulögðum og yfirveguðum hætti út úr skólabyggingunni og að taka manntal nemenda og starfsmanna á skólalóð að rýmingu lokinni. Æfingin tókst framar vonum og ekki liðu nema 6 mínútur þar til byggingin […]
Evrópska tungumálavikan
Evrópuráðið hefur gert 26. september að árlegum Evrópskum tungumáladegi. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í Evrópu og víðar í því skyni að vekja athygli á mikilvægi tungumálakunnáttu og fagna fjölbreytileika tungumála. Við á unglingastigi í Sunnulækjarskóla ákváðum annað árið í röð að fagna þessum degi með skemmtilegri verkefnavinnu sem unnin var í ensku- og dönskutímum […]