Viðar Örn gefur bolta
Sunnulækjarskóla barst á dögunum gjöf frá fótboltahetjunni Viðari Erni Kjartanssyni. Það voru að sjálfsögðu boltar sem koma að góðum notum núna á fyrstu sumardögum. Nemendur og starfsfólk þakkar Viðari Erni stuðninginn.
Árshátíðir
Árshátíðir í Sunnulækjarskóla Í næstu viku eru árshátíðir í skólanum hjá nemendum í 1.-3. og 5.-7. bekk. Þau hafa æft stíft undanfarna daga og undirbúið allt sem best. Litla upplestrarhátíðin er árshátíð 4. bekkjar. Hún fer nú fram miðvikudaginn 10. maí og fá foreldrar boð á þá hátíð þegar nær dregur. Árshátíð unglingastigs (8.-10.b) var […]
Heimsókn í Ljósafossstöð og Írafossvirkjun
Þriðjudaginn 4. apríl fórum við í 8.bekk í heimsókn í Ljósafossstöð til að skoða sýninguna Hrein orka og svo kíktum við í Írafossvirkjun og fengum leiðsögn um virkjunina. Þessi ferð er farin vegna þess að nemendurnir eru að fjalla um virkjanir og rafmagnsnotkun heimilistækja. Heimsóknin tókst vel í alla staði og þökkum við öllum þeim […]
Grunnskólamót í sundi
Sunnulækjarskóli tók þátt í grunnskólamóti í sundi sem fór fram í Laugardalslauginni fimmtudaginn 30. mars. Börnin stóðu sig vel og voru sér og sínum skóla til sóma. 34 skólar tóku þátt með yfir 500 keppendum. Keppt var í tveimur flokkum; miðstigi (5.-7. bekk) og unglingastigi (8-10. bekk) og synt var 8×25 metra boðsundi með frjálsri […]
Söngkeppni Samfés
Tekið úr frétt frá Zelsiuz.is Söngkeppni Samfés var haldin í Laugardalshöllinni 25.mars síðastliðinn. 31 félagsmiðstöð af öllu landinu tóku þátt og hefur hún sjaldan verið jafn glæsileg. Karen Hekla Grønli, Hlynur Héðinsson, Arnór Bjarki Eyþórsson, Veigar Atli Magnússon, Íbera Sophie Marie Dupont og Katrín Birna Sigurðardóttir, allt nemendur Sunnulækjarskóla tóku þátt fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuzar. […]