Náttúrufræði hjá 9. bekkjum
Nemendur í 9. bekk fengu að rannsaka brjóstholslíffæri úr svíni í náttúrufræði. Það er ekki annað að sjá en þau hafi verið mjög áhugasöm við rannsóknarstörfin.
Að flaka fisk
Í heimilisfræðivali í tóku nemendur sig til og æfðu sig í að flaka fisk. Þrjár myndarlegar ýsur urðu fyrir valinu og var Rúnar kokkur fenginn til að vera með sýnikennslu. Að sýnikennslunni lokinni tóku krakkarnir við og höfðu gaman af.
Vinabekkir í Sunnulækjarskóla
Vikan 3. – 7. nóvember er sérstök vinabekkjavika í Sunnulækjarskóla. Í þeirri viku stofnum við til sérstakra vinatengsla milli nemenda í eldri og yngri bekkjum skólans. Þannig eignast allir nemendur í 5. bekk sérstakan vin í 10. bekk, allir í 4. bekk eignast vin í 9. bekk og svo koll af kolli. Þessi vinatengsl eru […]
Haustfrí 17. og 20. okt
Föstudagurinn 17. október og mánudagurinn 20. október eru haustfrídagar í Sunnulækjarskóla. Þessa daga er Sunnulækjarskóli ásamt Setri og lengdu viðverunni Hólum, lokaður. Við hefjum aftur störf samkvæmt stundaskrá, þriðjudaginn 21. október 2014.