Hermann

Upplestur í Fjallasal

Í morgun fengu nemendur í 4., 5. og 6. bekk góðan gest í heimsókn.  Það var Gunnar Helgason, leikari og rithöfundur sem koma og las fyrir þau úr bókinna „Amma best“ með tilþrifum. Að loknum lestrinum sagði hann frá fjölskyldu sinni og svarað fyrirspurnum.  Í lokin voru svo teknar fjölmargar „selfy“-myndir og áritað á bækur, […]

Upplestur í Fjallasal Lesa Meira>>

Góðgerðardagar í Sunnulækjarskóla

Í dag, 12. desember, hefjast árlegir góðgerðardagar í Sunnulækjarskóla. Þá daga vinna nemendur að gerð margskona varnings sem verður svo seldur á góðgerðardaginn sjálfan, fimmtudaginn 14. desember. Framleiðsla nemenda er að mestu leyti unnin úr endurvinnanlegu efni. Góðgerðardaginn 14. desember höldum við veglega uppskeruhátíð þar sem allir eru hjartanlega velkomnir, foreldrar, afar, ömmur, ættingjar og vinir. Á hátíðinna verða sölubásar í íþróttahúsinu

Góðgerðardagar í Sunnulækjarskóla Lesa Meira>>

Góðgerðardagar í Sunnulækjarskóla

Í morgun hófust góðagerðardagar í Sunnulækjarskóla. Á góðgerðardögum framleiða nemendur margs konar varning sem síðan verður seldur síðasta dag góðgerðadaganna, fimmtudaginn 14. desember.  Þá opna nemendur sölubása í íþróttahúsi skólans og selja varninginn öllum sem okkur vilja heimsækja. Í Fjallasal verður kaffihús með lifandi tónalist og jólalegri stemmingu þar sem gestum gefst kostur á að tylla

Góðgerðardagar í Sunnulækjarskóla Lesa Meira>>

Laus staða forstöðumanns frístundaheimilis

  Forstöðumenn frístundaheimila í Árborg Hjá Vallaskóla og Sunnulækjarskóla á Selfossi eru lausar 100% stöður forstöðumanna frístundaheimilanna Bifrastar við Vallaskóla og Hóla við Sunnulækjarskóla. Á báðum stöðum eru skráðir að jafnaði u.þ.b. 150 nemendur. Leitað er að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingum með háskólamenntun sem gagnast í starfi. Á frístundaheimilunum er boðið upp á fjölbreytt tómstundastarf

Laus staða forstöðumanns frístundaheimilis Lesa Meira>>

Kakófundur í Fjallasal

Næstkomandi miðvikudag, 29. nóvember, stendur forvarnarteymi Árborgar, SAMBORG (félag foreldrafélaga í Árborgar) og grunnskólarnir hér í sveitarfélaginu í samstarfi við lögreglu og félagsþjónustu fyrir svokölluðum Kakófundi í Sunnulækjarskóla. Fræðslan hefst kl. 19:30 og er áætlað að dagskránni verði lokið um kl. 21:30. Fyrirlesarar verða eftirfarandi: Magnús Stefánsson – forvarnarfræðari hjá forvarnarfræðslu Magga Stef/Marita Eyjólfur Örn

Kakófundur í Fjallasal Lesa Meira>>

Kosningar í Sunnulækjarskóla

Undanfarið hefur 10. bekkur í Sunnulækjarskóla unnið að skemmtilegu verkefni í svokölluðum kvikutímum. Kvikutímar eru þematengdir vinnutímar þar sem nemendur vinna að fjölbreyttum og skapandi verkefnum. Síðasta verkefni þeirra í þessum tímum var að búa til stjórnmálaflokka. Flokkarnir áttu meðal annars að búa til stefnuskrá og útnefna formann og kosningastjóra. Undanfarið hafa flokkarnir verið í

Kosningar í Sunnulækjarskóla Lesa Meira>>

Súpu- og fræðslufundur fyrir foreldra

Hvernig líður börnunum okkar? Súpu- og fræðslufundur fyrir foreldra Heimili og skóli og Rannsóknir og greining, í samstarfi við Samborg, FSu og grunnskóla í Árborg, bjóða upp á fræðslu í FSu fyrir foreldra nemenda í 8.-10. bekk og ungmenna yngri en 18 ára miðvikudaginn 8. nóvember kl. 18-20. Lýðheilsusjóður og Velferðarsjóður styrkja verkefnið og gera

Súpu- og fræðslufundur fyrir foreldra Lesa Meira>>

Góðar gjafir frá foreldrafélagi

Föstudaginn 27. október fengu allir nemendur í 1. bekk sérmerkt endurskinsvesti að gjöf frá Foreldrafélagi Sunnulækjarskóla. Við afhendinguna kom lögreglan í heimsókn og fór yfir það hversu mikilvægt það er að vera vel sýnilegur í umferðinni, sérstaklega nú þegar skammdegið skellur á af fullum þunga. Við þökkum foreldrafélagi skólans gjöfina og vonum að vestin nýtist vel.

Góðar gjafir frá foreldrafélagi Lesa Meira>>