Hermann

Jólafrí

Ágætu foreldra og nemendur Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegar jóla og farsæls komandi árs.  Hér fylgir mynd af árlegu kertasundi sem nemendur Sunnulækjarskóla þreyttu í liðinni viku. Skólastarf hefst að nýju mánudaginn 4. janúar 2016, samkvæmt stundaskrá. Jólakveðja, starfsfólk Sunnulækjarskóla

Jólafrí Lesa Meira>>

Nemendur styrkja sjóð Selfosskirkju

Nokkrir 8. bekkingar í Sunnulækjarskóla ákváðu að leggja styrktarsjóð Selfosskirkju lið og seldu mandarínur og piparkökur á kaffistofu starfsfólks. Verkefnið unnu þær Helena, Ísabella Sara, Karen Lind og Katrín Birna í 8. ÞMB í tengslum við þemadaga um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna en þær vinna út frá markmiðinu um aukinn jöfnuð. Þær útbjuggu einnig vídeó til

Nemendur styrkja sjóð Selfosskirkju Lesa Meira>>

Menningarheimsókn í Fischersetrið

Nemendum í 10. bekk í Árborg var boðið í menningarheimsókn í Fischersetrið á Selfossi síðastliðinn föstudag, 4. desember. 10. bekkir í Sunnulækjarskóla örkuðu snjóinn á Austurveginn ásamt íslenskukennurum og þar voru þeir fræddir um sögu hússins, Gamla-bankans, og skoðuðu safnið um skákmeistarann Bobby Fischer. Hæst bar svo leiksýningu Elfars Loga Hannessonar sem túlkaði útlagann Gretti

Menningarheimsókn í Fischersetrið Lesa Meira>>

Foreldrafélagið gefur endurskinsvesti

Fulltrúar foreldrafélags Sunnulækjarskóla komu færandi hendi í skólann okkar í vikunni.  Erindið var að færa öllum nemendum í 1. bekk endurskinsvesti.  Lögreglan var með í för og aðstoðaði við afhendinguna.  Allir voru glaðir með gjöfina og kunnum við foreldrafélagi skólans bestu þakkir fyrir og hvetjum foreldra 1. árs nema til að tryggja að vestin verið notuð

Foreldrafélagið gefur endurskinsvesti Lesa Meira>>