Hermann

Verðlaun fyrir lokaverkefni í Tóbakslaus bekkur

7. GG í Sunnulækjarskóla var einn af níu hópum sem fengu verðlaun í keppninni Tóbakslaus bekkur. Keppnin var haldin meðal 7. og 8. bekkja í öllum grunnskólum landsins. Alls tóku 250 bekkir þátt í samkeppninni. Til að eiga möguleika á fyrstu verðlaunum þurftu bekkirnir að senda inn áhugavert efni tengt tóbaksvörnum og er verðlaunaupphæðin 5.000 krónur […]

Verðlaun fyrir lokaverkefni í Tóbakslaus bekkur Lesa Meira>>

Val næsta vetur

Foreldrar/Forráðamenn nemenda í verðandi 8., 9. og 10. bekk Sunnulækjarskóla Nemendur fengu heim með sér námsvalsblöð fyrir veturinn 2012 – 2013.Vinsamlegast farið yfir valið með börnunum og síðan á að skila þeim aftur, útfylltum, til ritara eigi síðar en þriðjudaginn 15. maí nk.

Val næsta vetur Lesa Meira>>

Rois et Reins – Princes et Princesses de France

11 nemendur tóku þátt í frönskunámskeiði fyrir tvítyngd börn í vetur. Auk æfinga í lestri, málfræði og ritun vann hópurinn með þema: Konungar og drottningar – prinsar og prinsessur Fyrir elstu nemana var áherslan lögð á sögu konunga Frakklands frá 847 til 1453.  Í lok vetrar setti hópurinn upp sýningu á bókasafninu. Á sýningunni má sjá

Rois et Reins – Princes et Princesses de France Lesa Meira>>

10. bekkur tínir rusl

Í gær fóru nemendur 10. bekkjar Sunnulækjarskóla út að tína rusl í bænum.  Þeir tíndu rusl meðfram nokkrum götum á Selfossi og af nógu var að taka.  Framtakið er hluti af fjáröflun fyrir skólaferðalagið sem foreldratenglar í 10. bekk skipuleggja.  Árborg greiðir nemendum fyrir verkið og rennur peningurinn í útskriftarferð hópsins í vor. .

10. bekkur tínir rusl Lesa Meira>>

Útikennsla í heimilisfræði

María Maronsdóttir heimilisfræðikennari hefur mikinn áhuga á því að vera með útikennslu í heimilisfræði og hefur sótt námsskeið í útieldun. Sunnulækjarskóli fékk í dag afhenta glæsilega útieldunargrind frá fimm nemendum skólans. Við þökkum Kötlu Sif, Ingu Jónu, Söru, Styrmi og Guðrúnu Ástu kærlega fyrir þessa gjöf sem afi þeirra Sigurður Grímsson smíðaði. Útieldunargrindin mun gefa

Útikennsla í heimilisfræði Lesa Meira>>

Uppskeruhátíð – markaður hjá 8.bekk

Í vetur hafa krakkarnir í 8 bekk unnið að verkefninu “Markaðurinn”, samvinnuverkefni  í textíl og smíði, þar sem nemendur kynnast ferlinu frá hugmynd að framleiðslu vöru. Krakkarnir  hafa unnið hörðum höndum að framleiðslunni í sínu fyrirtæki og svo var afraksturinn boðinn til sölu á markaði í skólanum. Einnig settu krakkarnir upp kaffihús og seldu kaffi,

Uppskeruhátíð – markaður hjá 8.bekk Lesa Meira>>

Nemendur Sunnulækjarskóla stóðu sig frábærlega í Skólaþríþraut FRÍ

  Úrslitakeppni Skólaþríþrautar fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal, laugardaginn 5. maí. Sjö nemendur Sunnulækjarskóla höfðu unnið sér inn þátttökurétt eftir undankeppni í íþróttatímum. Sex nemendur mættu svo í höllina, Perla Sævarsdóttir, Jón Þór Sveinsson, Pétur Már Sigurðsson, Skúli Darri Skúlason og Valgarður Uni Arnarsson öll í 6. bekk, Alma Rún Franzdóttir í 7. bekk

Nemendur Sunnulækjarskóla stóðu sig frábærlega í Skólaþríþraut FRÍ Lesa Meira>>

Þorgrímur Þráinsson heimsækir 10. bekkina

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur heimsótti okkur í apríl og hélt fyrirlestur fyrir 10.bekkina sem bar yfirskriftina „Eltu drauminn þinn“.  Hann ræddi m.a. við þau um mikilvægi þess að setja sér markmið, hafa trú á sjálfum sér til að ná markmiðunum og skipuleggja sig í samræmi við það.   Þorgrímur náði vel til krakkanna og voru allir mjög

Þorgrímur Þráinsson heimsækir 10. bekkina Lesa Meira>>