Vordagar:
Dagana 1. og 2. júní ætlum við að hafa sérstaka vordaga í Sunnulækjarskóla. Nemendur í
1.-4. bekk ljúka deginum á venjulegum tíma en 5.-7. bekkur kl.12:00 og 8.-9. bekkur kl.12:20.
Starfsdagur:
3. júní er starfsdagur vegna frágangs námsmats og nemendur mæta því ekki í skólann
þann dag.
Skólaslit
Verða 4. júní. Athöfnin verður í tvennu lagi, nemendur sem eru að ljúka 1. –4. bekk mæta kl 10:00 en nemendur sem eru að ljúka 5. – 9. bekk mæta kl. 11:00. Við hvetjum foreldra til að koma með börnum sínum á skólaslitin.