Hermann

Dagarnir 1.-4. júní 2010


Vordagar:

Dagana 1. og 2. júní ætlum við að hafa sérstaka vordaga í Sunnulækjarskóla. Nemendur í
1.-4. bekk ljúka deginum á venjulegum tíma en 5.-7. bekkur kl.12:00 og 8.-9. bekkur kl.12:20.

Starfsdagur:
3. júní er starfsdagur vegna frágangs námsmats og nemendur mæta því ekki í skólann
þann dag.

Skólaslit
Verða 4. júní. Athöfnin verður í tvennu lagi, nemendur sem eru að ljúka 1. –4. bekk mæta kl 10:00 en nemendur sem eru að ljúka 5. – 9. bekk mæta kl. 11:00. Við hvetjum foreldra til að koma með börnum sínum á skólaslitin.

Dagarnir 1.-4. júní 2010 Lesa Meira>>

Prófdagar í unglingadeild


Síðustu dagarnir í maí eru prófadagar hjá 8. og 9. bekk.  Nemendur mæta þá einvörðungu í próf og fara heim að því loknu.  Lágmarks tími í prófi er ein klukkustund.

Nemendur í 8. bekk mæta kl 8:10 í eftirfarandi próf:

Miðvikudagur 26. maí –  stærðfræði
Fimmtudagur 27. maí –  íslenska
Föstudagur 28. maí –  danska
Mánudagur 31. maí –  enska

Nemendur í 9. bekk mæta kl 10:00 í eftirfarandi próf:

Miðvikudagur 26. maí –  íslenska
Fimmtudagur 27. maí –  stærðfræði
Föstudagur 28. maí –  enska
Mánudagur 31. maí –  danska

Prófdagar í unglingadeild Lesa Meira>>