Fréttasafn

Fréttir frá Sunnulækjarskóla

Undirbúningur jólaskemmtunar

16. desember 2010

Nú eru nemendur skólans í óða önn að undirbúa jólaskemmtunina.  Í morgun var generalprufa á helgileiknum sem 4. bekkur setur á svið.  Foreldrum var boðið að koma og sjá og var mjög vel mætt.

Lesa Meira >>

Kertasund á aðventunni

14. desember 2010

Í síðustu viku var kertasund í öllum sundtímum.  Þá synda nemendur með logandi kerti í sundlauginni og hlusta á jólalög.  Mikil stemming var í sundlauginni þegar kertaljósin spegluðust í gáróttu vatninu.

Lesa Meira >>

Smákökumaraþon í Sunnulækjarskóla

11. desember 2010


Nemendur í 8., 9. og 10. bekk Sunnulækjarskóla mættu í smákökumaraþon í skólanum s.l. fimmtudagskvöld og bökuðu smákökur allt hvað af tók.

Að loknum bakstrinum voru komnar um 5.500 smákökur.  Nemendurnir færðu síðan eldri borgurum í Grænumörk, dvalargesturm í Vinaminni, Selfosskirkju og félagsþjónustu Árborgar kökurnar að gjöf með góðum óskum um gleðileg jól.

Óhætt er að segja að framtakið gladdi bæði gefendur og þiggjendur og skapar samstöðu og hlýhug í anda jólanna.

Lesa Meira >>

Vinadagar í Sunnulækjarskóla

3. desember 2010

Sérstakir vinadagar eru í Sunnulækjarskóla á hverju ári og hefjast þeir yfirleitt í byrjun desember.  Þá eru mynduð vinatengsl milli eldri og yngri nemenda skólans.

Lesa Meira >>

Sunnulækjarskóli í jólafötin

26. nóvember 2010

Í dag var skreytingadagur í Sunnulækjarskóla.  Dagurinn hófst með sameiginlegri söngstund í Fjallasal en síðan gengu nemendur til þess verks að búa skólann í jólabúning. 

Allt jólaskrautið sem safnast hefur frá fyrri árum var dregið fram og því komið fyrir á þeim stöðum sem vera ber auk þess sem mikið var föndrað og framleitt af nýju skrauti.

Lesa Meira >>

Skreytingardagur

25. nóvember 2010

Föstudaginn 26. nóvember verður skreytingadagur. Þá mun öll hefðbundin kennsla (þ.m.t. íþróttir og verkgreinar) verða lögð til hliðar. Nemendur vinna á stöðvum en í boði verður m.a. föndurstöð, spila- og leikjastöð, íþróttastöð og stílistastöð, en nemendur á þeirri stöð bera ábyrgð á að skreyta skólann þennan dag.


 


 

Lesa Meira >>

Hádegistónleikar

10. nóvember 2010

Hin árlega söngkeppni FSu verður haldin næstkomandi fimmtudagskvöld í Iðu.  Af því tilefni komu þrír nemendur FSu í heimsókn í Sunnulækjarskóla, fluttu nokkur lög og kynntu keppnina.

Lesa Meira >>

Heimsókn frá vinaþjóðum

4. nóvember 2010

Í morgun fengu nemendur í 1., 2., 5. og 6. bekk heimsóknir frá vinaþjóðum okkar í austri og vestri, Færeyjum og Grænlandi.

Lesa Meira >>

Hár og förðun

1. nóvember 2010

Nemendum Sunnulækjarskóla gefst kostur á að læra um hár og förðun í vali. S.l. fimmtudag fór hópurinn í heimsókn á hársnyrtistofuna Krítik.

Lesa Meira >>

Söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz

26. október 2010

Söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz var haldin föstudaginn 22. október s.l. Skemmst er frá því að segja að í þremur efstu sætunum lentu stúlkur úr Sunnulækjarskóla.

Lesa Meira >>

Forvarnafundur í Árborg

21. október 2010


Fimmtudaginn 28. október, kl. 20 í Sunnulækjarskóla


Á fræðslufundinn koma fulltrúi lögreglunnar, fulltrúi
forvarnahóps Flott fyrirmynd og fulltrúi sveitarfélagsins.
Málefni fundarins verða m.a.:

Fíkniefni og áfengisneysla
Forvarnastarf
Foreldrarölt

Lesa Meira >>

Þemadagar í Sunnulækjarskóla 20. – 21. október 2010

20. október 2010

Þemadagar standa nú yfir hjá okkur í Sunnulækjarskóla dagana 20. og 21. október. Á þessum dögum fræðast nemendur um umhverfið sitt og skoða það í víðum skilningi.

Skólatími þessa daga verður sem hér segir:
1. -4. bekkur: Venjulegur skólatími
5. -7. bekkur: Skóladegi lýkur kl. 12.00
8. 10. bekkur: Skóladegi lýkur kl. 12:30.

Lesa Meira >>