Fréttasafn
Fréttir frá Sunnulækjarskóla
Myndmenntaval á Listasafni Árnesinga
Nemendur í myndmenntavali fóru í menningarferð til Hveragerðis mánudaginn 7. mars. Fóru þau á myndlistarsýningar á Listasafni Árnesinga Hveragerði. Nemendur fengu fræðandi leiðsögn um fjórar myndlistarsýningar, en þær voru: Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir – Þú ert kveikjan / You are the […]
Lesa Meira >>Hringrás vatnsins á jörðinni
Nemendur í myndmenntasmiðju í 4.bekk taka þátt í Barnamenningarhátíð sem fer fram í Reykjavík 5.-10. apríl n.k. Þeir hafa myndskreytt dropa sem munu prýða anddyri Náttúruminjasafns Íslands í Perlunnni, á sýningu sem kallast Hringrás vatnsins á jörðinni. Nemendur myndskreyttu […]
Lesa Meira >>Vetrarfrí
Á mánudag og þriðjudag í næstu viku, 21. og 22. febrúar er vetrarfrí í grunnskólum Árborgar. Sunnulækjarskóli verður lokaður þessa daga ásamt Frístundarhemilinu Hólum. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundatöflu miðvikudaginn 23. febrúar.
Lesa Meira >>Skólahald fellur niður mánudaginn 7. febrúar vegna veðurs
Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir Suðurland á morgun, mánudaginn 7. febrúar. Vegna þess hefur verið ákveðið í samráði við Almannavarnir að grunnskólastarf í Sveitarfélaginu Árborg falli niður á morgun. Kveðja, stjórnendur
Lesa Meira >>Víkingaöld í Sunnulækjarskóla
Nemendur í 8. bekk eru að hefja lestur á Íslendingasögum og fengu af því tilefni kynningu á klæðnaði, skarti, vopnum og siðum víkingaaldar frá meðlimum í víkingafélaginu Rimmugýg. Nú hafa nemendur fundið hvernig er að bera sverð og skjöld og […]
Lesa Meira >>Skákkennsla grunnskólakrakka
Vegna forfalla leiðbeinanda byrjar skáknámskeiðið ekki laugardaginn 29. janúar eins og til stóð. Ný frétt fer í loftið þegar dagsetning verður staðfest. Fyrri frétt: Námsskeiðið er haldið í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg og Skákfélag Selfoss og nágrennis. Oddgeir Ágúst Ottesen […]
Lesa Meira >>Hinsegin vika Árborgar
Í tilefni af Hinsegin viku í Árborg hafa nemendur á yngsta stigi unnið með regnbogaþema í myndmenntasmiðjum s.s. úrklippimyndir, málverk og regnbogahjörtu eins og meðflygjandi myndir sína.
Lesa Meira >>Stærðfræðiverkefni nemenda í 10. bekk
Fyrir jól vann 10. bekkur skemmtilegt hópverkefni í stærðfræði. Nemendur bjuggu til skúlptúra úr þrívíðum formum. Eins og meðfylgjandi myndir sýna urðu til bæði fjölbreyttir og flottir skúlptúrar, ýmsar þekktar byggingar og annað sem nemendum datt í hug.
Lesa Meira >>Hinseginvika Árborgar
Vikuna 17. – 23. janúar 2022 ætlar Forvarnateymi Árborgar í samvinnu við sveitarfélagið að halda sína fyrstu Hinseginviku frá upphafi. Hátíðin er haldin til að auka fræðslu, skapa umræður og veita stuðning til þeirra sem tengja við hinsegin málefni á […]
Lesa Meira >>Jólakveðja
Starfsfólk Sunnulækjarskóla óskar öllum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og óskar þeim farsældar á komandi ári. Við þökkum þann hlýhug sem skólanum hefur verið sýndur á undanförnum árum. Skrifstofa skólans verður lokuð frá og með 20. desember en opnar […]
Lesa Meira >>Litlu jólin
Senn líður að jólum og nú eru aðeins nokkrir dagar til Litlu jóla. Nemendur hafa skreytt svæðin sín og sameiginlegu rýmin svo það er mjög jólalegt um að litast í skólanum. Litlu jólin í Sunnulækjarskóla verða enn og aftur með […]
Lesa Meira >>Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk
Þennan veturinn mun Stóra upplestrarkeppnin í 7. árgangi vera haldin með breyttu sniði. Síðustu árin hefur Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn rekið verkefnið en nú er komið að sveitarfélaginu Árborg og grunnskólunum að sjá um skipulag keppninnar. Rithöfundur […]
Lesa Meira >>