Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

2. bekkur Sunnulækjarskóla heimsækir Vallaskóla

By Hermann | 23. maí 2012

  Í gær, þriðjudag, fóru nemendur 2. bekkjar í Sunnlækjarskóla að heimsækja kollega sína í Vallaskóla.  Ferðin gekk í alla staði vel og móttökur voru skemmtilegar. Nemendur nutu ferðarinnar og hittu marga nýja vini í Vallaskóla. Takk fyrir okkur  

Rois et Reins – Princes et Princesses de France

By Hermann | 21. maí 2012

11 nemendur tóku þátt í frönskunámskeiði fyrir tvítyngd börn í vetur. Auk æfinga í lestri, málfræði og ritun vann hópurinn með þema: Konungar og drottningar – prinsar og prinsessur Fyrir elstu nemana var áherslan lögð á sögu konunga Frakklands frá 847 til 1453.  Í lok vetrar setti hópurinn upp sýningu á bókasafninu. Á sýningunni má sjá […]

10. bekkur tínir rusl

By Hermann | 15. maí 2012

Í gær fóru nemendur 10. bekkjar Sunnulækjarskóla út að tína rusl í bænum.  Þeir tíndu rusl meðfram nokkrum götum á Selfossi og af nógu var að taka.  Framtakið er hluti af fjáröflun fyrir skólaferðalagið sem foreldratenglar í 10. bekk skipuleggja.  Árborg greiðir nemendum fyrir verkið og rennur peningurinn í útskriftarferð hópsins í vor. .

Útikennsla í heimilisfræði

By Hermann | 11. maí 2012

María Maronsdóttir heimilisfræðikennari hefur mikinn áhuga á því að vera með útikennslu í heimilisfræði og hefur sótt námsskeið í útieldun. Sunnulækjarskóli fékk í dag afhenta glæsilega útieldunargrind frá fimm nemendum skólans. Við þökkum Kötlu Sif, Ingu Jónu, Söru, Styrmi og Guðrúnu Ástu kærlega fyrir þessa gjöf sem afi þeirra Sigurður Grímsson smíðaði. Útieldunargrindin mun gefa […]

Uppskeruhátíð – markaður hjá 8.bekk

By Hermann | 9. maí 2012

Í vetur hafa krakkarnir í 8 bekk unnið að verkefninu “Markaðurinn”, samvinnuverkefni  í textíl og smíði, þar sem nemendur kynnast ferlinu frá hugmynd að framleiðslu vöru. Krakkarnir  hafa unnið hörðum höndum að framleiðslunni í sínu fyrirtæki og svo var afraksturinn boðinn til sölu á markaði í skólanum. Einnig settu krakkarnir upp kaffihús og seldu kaffi, […]